Arctic Cat Snocross í Tindastólnum - á sunnudaginn!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
25.03.2022
kl. 13.59
Í hádeginu sunnudaginn 27. mars verður keppt í Arctic Cat Snocross á skíðasvæðinu í Tindastólnum – athugið breyttan keppnisdag. Þeir sem elska Formúlu, býflugnahljóð og benzínilm snemma að morgni ættu að skella sér í Stólinn og fylgjast með spennandi keppni. Samkvæmt upplýsingum Feykis er reiknað með um 40 þátttakendum á alvöru keppnissleðum en keppt verður í þremur flokkum.
Meira