Listaháskólanemar heimsóttu TextílLab á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
10.03.2022
kl. 15.58
Textílmiðstöð Íslands fékk fína heimsókn í byrjun mars þegar nemendur á öðru ári í vöruhönnun í Listaháskólanum komu í vettvangsferð í TextílLab – stafrænu textílsmiðjuna í Textílmiðstöðinni á Blönduósi. Fengu þau kynningu á starfseminni sem þar fer fram en TextílLab er rými sem útbúið er stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi.
Meira