A-Húnavatnssýsla

Bólusetningar hjá HSN 16.-20. ágúst

Í næstu viku, viku 33 verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára á starfstöðvum HSN. Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. Bólusettum íbúum á hjúkrunarheimilum, einstaklingum 80 ára og eldri, þeim einstaklingum sem eru mjög ónæmisbældir og einstaklingum 60-79 ára verður einnig boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni á næstu vikum. Miðað er við að 26 vikur hafi liðið frá skammti númer tvö.
Meira

Fákaflug 2021- skráningu lýkur í kvöld

Gæðingamótið Fákaflug verður haldið um helgina, dagana 14. og 15. ágúst, á Sauðárkróki. Fákaflug er rótgróið mót sem var á árum áður haldið á Vindheimamelum en undanfarin ár hafa fákar flogið á Sauðárkróki.
Meira

RÉTTIR Food Festival hefst á föstudaginn

Nú á föstudaginn næstkomandi, 13. ágúst, hefst matarhátíð á Norðurlandi vestra sem nefnist RÉTTIR Food Festival og mun hún standa yfir í 10 daga með viðburðum á öllu svæðinu og ljúka sunnudaginn 22. ágúst. Á hátíðinni, sem var fyrst sett á laggirnar sumarið 2019, munu matvælaframleiðendur og veitingastaðir á Norðurlandi vestra sýna heimafólki og gestum sínar bestu hliðar í mat og drykk.
Meira

Magnús Barðdal nýr verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er greint frá því að Magnús Barðdal hafi verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fjárfestinga hjá samtökunum.
Meira

Lipur og hressileg þjónusta og gómsætt í gogginn

Það eru ekki nýjar fréttir að ferðaþjónustan er nú einn mikilvægasti þátturinn í íslensku efnahagslífi. Fjölgun ferðamanna kallar á fjölbreyttari afþreyingu og fjölbreytni hvað varðar gistingu og veitingar. Síðustu árin hafa sprottið upp veitingastaðir víðs vegar um land og það er gleðilegt að Norðurland vestra er enginn eftirbátur í þeirri lensku. Blaðamaður Feykis kíkti óvænt í heimsókn á Harbour restaurant & bar á Skagaströnd nú um helgina.
Meira

Ýmis laus störf á Norðurlandi vestra

Laus eru til umsóknar fjölbreytt og spennandi störf á Norðurlandi vestra. SSNV hefur tekið saman þau störf sem í boði eru og hér í fréttinni finna hlekki á auglýsingar um hin ýmsu störf í landshlutanum.
Meira

Skrifað undir viljayfirlýsingu um aukinn flutning raforku til gagnaversins á Blönduósi

Á heimasíðu Landsnets var sagt frá því seinni partinn í júlí að Landsnet og Etix Borealis, sem rekur gagnaver á Blönduósi, hafi undirritað viljayfirlýsingu um aukinn flutning á raforku til gagnaversins. Aukningin fer fram í áföngum, þar sem í fyrsta áfanga verður nýtt svokallað snjallnet (smartgrid) til að auka flutninginn og tryggja rekstraröryggi flutningskerfisins.
Meira

Húnvetningar komnir með níu tær inn í úrslitakeppnina

Lið Kormáks/Hvatar er á siglingu í D-riðli 4. deildar en liðið vann sinn þriðja leik í röð í dag þegar þeir mættu Knattspyrnufélagi Breiðholts (KB) á Domusnovavellinum í dag. George Chariton hélt áfram að skora og kom gestunum yfir rétt fyrir hlé og Húnvetningar bættu við tveimur mörkum til að gulltryggja sigurinn áður en heimamenn klóruðu í bakkann í lokin. Lokatölur 1-3.
Meira

Edda Brynleifsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Barnabæ

Edda Brynleifsdóttir hefur verið ráðin í fasta stöðu aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Edda útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2005, starfaði sem deildarstjóri, sérkennslustjóri og aðstoðarleikskólastjóri á Seljaborg í Reykjavík ásamt því að starfa einnig á Laufásborg í Reykjavík.
Meira

Bólusetningar hjá HSN í næstu viku

Í næstu viku verður þeim sem fengu Janssen bóluefni boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni. Ekki er mælt með að þeir sem eru með sögu um Covid -19 fái örvunarskammt í bili.
Meira