A-Húnavatnssýsla

Smitum fjölgar í Skagafirði – Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir á landamærum

Í fyrradag gaf aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra út nýja stöðutöflu yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví vegna Covid á svæðinu. Enn fjölgar smituðum en staðan hefur þó batnað í Húnavatnssýslum þar sem smitaðir teljast nú tveir en fjölgað hefur nokkuð í Skagafirði þar sem 14 eru smitaðir.
Meira

Atvinna: félagsráðgjafi í barnavernd

Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Meira

Námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í september

Dagana 10.-12. september nk. fer fram námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Akrahrepp. Námskeiðið mun fara fram í samræmi við þær sóttvarnarreglur sem verða í september. Kennari á námskeiðinu verður sem fyrr, Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf.
Meira

Hljóðfærið mitt - Skarphéðinn H. Einarsson

Skarphéðinn H. Einarsson á Blönduósi ætlar að segja okkur frá uppáhalds hljóðfærinu sínu í Hljóðfærið mitt að þessu sinni. Skarphéðinn hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífi Austur-Húnvetninga í mörg ár, starfaði lengi sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er í dag kórstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðar.
Meira

MÍ öldunga í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðárkróki

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram á íþróttavellinum á Sauðárkróki dagana 14.-15. ágúst. Það verður því gaman að sjá gamla og efnilega hlaupara og stökkvara alls staðar af landinu, etja kappi á Króknum.
Meira

Verum stór

Ég tel að svona fjölmenn mót og fyrirferðarmikil séu gífurlega mikilvæg fyrir minni samfélög eins og okkar. Ég segi minni samfélög, en auðvitað meina ég það ekkert. Við eigum ekki að horfa á okkur sem lítil, við erum stór, alla vega ekki minni en aðrir. Norðurland vestra hefur alla burði til að halda mót og viðburði af sömu stærðargráðu og önnur byggðarlög, og með sama standard, takk.
Meira

Aðsóknarmet í sundlaugina á Blönduósi

"Ef reiknað er bara sumartímabilið eða frá 1. júní til dagsins í dag er árið í ár (2021) stærra en 2019, sem gerir sumarið í ár það besta hingað til það sem af er því. Sumartímabilið okkar er 1. júní til 20. ágúst ár hvert," segir í færslu Íþróttamiðstöðvarinnar.
Meira

TextílLab auglýsir eftir verkefnastjóra

Textílmiðstöð Íslands auglýsir eftir öflugum aðila í nýtt og spennandi starf við uppbyggingu TextílLabs á Blönduósi. Um er að ræða einstakt tækifæri til að móta og þróa nýtt starf þar sem fléttast saman aldagömul textílhefð okkar Íslendinga og fjórða iðnbyltingin.
Meira

Öðru ári Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki lokið

Öðru ári í Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki er nú lokið. Kennt var vikuna 7-11. júní. Nemendur sem sóttu skólann voru 13 og hafa lokið 8. bekk grunnskóla. Verkefnið var unnið í samstarfi vinnuskóla Sauðárkróks, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í sjávarútvegi og eða tengdum greinum.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira