A-Húnavatnssýsla

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Húnvetningar bitu Úlfana af sér

Lið Kormáks/Hvatar komst aftur á sigurbraut í 4. deildinni nú um helgina eftir fíngert hikst í síðustu umferð gegn toppliði D-riðils. Það voru Úlfarnir úr Safamýri sem mættu til leiks á Húnavöku og gerðu heimamönnum erfitt fyrir. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik en það voru heimamenn sem höfðu betur, sigruðu 2-1, og styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Meira

Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina

Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.
Meira

Er enska ofnotuð í íslenskri ferðaþjónustu?

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að undafarin ár hafa erlendum ferðamönnum fjölgað talsvert (ef við horfum framhjá Covid-tímum) og þar með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu. Til að sinna þessum fjölda ferðamanna þarf vinnuafl og þegar illa hefur gengið að ráða íslenska starfsmenn hefur verið leitað út fyrir landsteinanna að starfsfólki.
Meira

Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins

Helga Rós Indriðadóttir, sópransöngkona, syngur á Stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins, sunnudaginn 18. júlí kl. 15:00.
Meira

Fjöldi viðburða á Skúnaskralli – barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Dagana 14.-24. október verður haldin barnamenningarhátíðin Skúnaskrall á Norðurlandi vestra. Hátíðin er áhersluverkefni sóknaráætlunar landshlutans en hún fékk jafnframt veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði og nýtur stuðnings sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu skapaða af börnum. Verður þetta í fyrsta skiptið sem hátíð af þessum toga verður haldin á Norðurlandi vestra. Verkefnisstjórar eru Auður Þórhallsdóttir, Ástrós Elísdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið verkefnisins er að auka kolefnisbindingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Meira

Húnavaka á Blönduósi hefst í dag

Meira

Myndband af verminjum á Höfnum

Minjastofnun greinir frá því að í byrjun júlí fóru starfsmenn stofnunarinnar á staðinn til að kanna þær minjar sem eru að rofna í sjó. Á Youtube-síðu Minjastofnunar hefur verið birt myndband þar sem sýnt er frá vettvangnum og Guðmundur St. Sigurðarson, minjavörður Norðulands vestra og verkefnastjóri strandminja, segir frá minjastaðnum og þeirri landbrotshættu sem vofir yfir strandminjum við landið allt.
Meira

Snúruflækjur kerfisins

Við skiptum landinu upp í níu löggæsluumdæmi. Til að halda skipulagi. Héraðsdómstólarnir eru reyndar átta. Ekki níu, eins og umdæmi lögreglunnar, heldur átta eins og landshlutar sveitarstjórnarstigsins. Sem tengjast þeim ekki neitt.
Meira