A-Húnavatnssýsla

Ekkert kæruleysi hér :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er ekki enn komin niðurstaða um það hvað á að gera í sambandi við talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi eftir kosningar til Alþingis. Eins og kunnugt er kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað við talninguna með þeim afleiðingum að heilmikil hringekja fór af stað hjá uppbótarþingmönnum landsins alls. Ekki breytist fjöldi þingmanna hvers flokks heldur fengu einhverjir inni á þingi á kostnað flokksfélaga sem áður hafði hlotið kjörgengi í öðru kjördæmi.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar 2021

Í ár var haldið haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar. Sveitarfélögin skiptast á að halda þingið og sjá skólastjórnendur í sveitarfélögunum um skipulagningu. Í ár sá Húnaþing vestra um skipulagningu og var haustþingið haldið á Hótel Laugarbakka í september.
Meira

Tjón varð á bryggjunni á Blönduósi í óveðrinu í síðustu viku

Það fór sennilega ekki framhjá neinum að ansi leiðinlegt veður var á norðanverðu landinu í síðustu viku og urðu ýmsir fyrir skakkaföllum, þó aðallega inn til sveita þar sem nokkur fjöldi fjár drapst vegna ofankomunnar sem fylgdi þessu veðri.
Meira

Vísindi eða hindurvitni

Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirði. Áfallið er mikið fyrir bændur á viðkomandi bæ og miðað við núverandi reglur er niðurskurður alls fjárstofnsins á bænum framundan með tilheyrandi fjárhagstjóni og andlegu álagi, en flestir sauðfjárbændur sem stunda sinn búskap af alúð tengjast dýrunum tilfinningaböndum.
Meira

Vísindi og grautur á fimmtudaginn

Fyrirlestur verður í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur á vegum ferðamáladeildar Háskólans á Hólum fimmtudaginn 7. okt. milli 9-10. Fyrirlesari er Robert O. Nilsson, doktorsnemi í Landfræði hjá Umeå háskóla í Svíþjóð. Fyrirlesturinn nefnist „Artification through naming and language use“.
Meira

Haraldur oftast strikaður út í Norðvesturkjördæmi

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk flestar útstrikanir, eða færslu neðar á sæti á lista, en nokkur annar í Norðvesturkjördæmi eða 69 sinnum í nýliðnum kosningum eftir því sem fram kemur í skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins til landskjörstjórnar og Hagstofu Íslands. Næstflestar voru hjá Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki, 63 og 46 hjá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra.
Meira

Mismikill áhugi hjá íbúum Skagastrandar og Skagabyggðar á sameiningarviðræðum

Sveitarfélögin Skagabyggð og Skagaströnd ákváðu að framkvæma skoðanakönnun til þess að kanna hug íbúa til þess að taka upp formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöður urðu afgerandi á Skagaströnd en einu atkvæði munaði í Skagabyggð.
Meira

Magnús Þór Jónsson sækist eftir formannssæti í Kennarasambandi Íslands

„Í kjölfar afskaplega fallegra áskorana undanfarna daga og vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til að leiða breiðfylkingu íslenskra kennara í Kennarasambandi Íslands,“ skrifar Magnús Þór Jónsson í tilkynningu til fjölmiðla.
Meira

Stefnt að gróðursetningu 180 þúsund trjáplantna í Spákonufelli

Sagt er frá því á heimasíðu Skagastrandar að nú á þriðjudaginn, 5. október kl. 18:00, munu fulltrúar Skógræktarinnar ásamt sveitarfélaginu halda kynningarfund um sameiginlegt skógræktarverkefni Skógræktarinnar, sveitarfélagsins og One Tree Planted í Fellsborg. Stefnt er að gróðursetningu 180 þúsund trjáplantna í hlíðum Spákonufells og á verkefninu að ljúka haustið 2024.
Meira

Af hlýju sumri 2021 :: Hjalti Þórðarson skrifar

Hásumarið 2021 fer í einhverjar metabækur hvað varðar hlýindi og hafa íbúar á vestanverðu Norðurlandi ekki farið varhluta af þeim hlýindum. Sumarið skall á með látum 24. júní sl. eftir verulega svalan maí og stærstan hluta júnímánaðar. Snjór var þó almennt lítill frá vetrinum.
Meira