A-Húnavatnssýsla

Fleiri minkar veiddir í ár í Húnavatnshreppi

Á heimasíðu Húnavatnshrepps eru birtar upplýsingar um refa- og minkaveiði innan Húnavatnshrepps, síðasta veiðitímabil sem telst frá 1. september 2020 til og með 31. ágúst sl.
Meira

Auglýst eftir fulltrúum á nýja skrifstofu skipulags- og byggingamála í Húnavatnssýslum

Laus eru til umsóknar embætti byggingafulltrúa og embætti skipulagsfulltrúa á nýrri skrifstofu í Húnavatnssýslum auk annarra starfa á skrifstofunum tveimur en á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöðvarnar verði á Hvammstanga og Blönduósi.
Meira

Nördamoli Byggðastofnunar um ferðalög íþróttaliða

„Íslandsmótið í knattspyrnu var háð í sumar eins og undanfarin rúmlega hundrað ár. Að horfa á einn fótboltaleik er góð skemmtun sem tekur kannski tvo tíma með öllu fyrir okkur áhorfendur. Fyrir leikmenn og starfsmenn leiksins tekur þetta mun lengri tíma eins og gefur að skilja,“ segir í færslu Byggðastofnunar frá því fyrir helgi þar sem ferðalög meistaraflokka karla og kvenna eru tekin fyrir með skemmtilegum hætti.
Meira

Mikil ásókn í íbúðarhúsnæði á Skagaströnd

Vefur RÚV segir frá því að húsnæðisskortur standi íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum en þar sé mikil ásókn í íbúðarhúsnæði en ekkert laust. Í nýlega birtri húsnæðisáætlunkemur meðal annars fram að þar þurfi að byggja 2-4 íbúðir á ári fram til ársins 2026 til að uppfylla þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði og koma á nauðsynlegu jafnvægi.
Meira

Yfirlýsing stjórnar Miðflokksins

Stjórn Miðflokksins harmar þá ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokk Miðflokksins nú strax að loknum kosningum og áður en þing hefur verið sett. Brotthvarf þingmannsins er fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi og unnið mikið og óeigingjarnt starf í kosningabaráttunni. Í því samhengi er ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði.
Meira

Af kynbótum :: Áskorandapenninn Ármann Pétursson Neðri-Torfustöðum í Húnaþingi vestra

Ég vil byrja á því að þakka Elísabetu fyrir þessa brýningu á mikilvægi þess að velja barninu nafn sem er til þess fallið að dóttir bóndans hinum megin við ána geti loks varpað öndinni léttar.
Meira

Falsaðir peningaseðlar í umferð

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru almenningur og verslunareigendur beðnir um að vera vel á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum sem eru í umferð.
Meira

Hvert liggur þín leið? :: Áskorendapenni Atli Einarsson, Blönduósi

„Hvaðan kom hann?, hvert er hann að fara?, hvað er hann?!“ Með þessum orðum lýsti Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður, varnarleik íslensks handboltamanns á Evrópumóti í handbolta fyrir rúmum áratug síðan. Þessar þrjár spurningar má með mjög einföldum hætti heimfæra upp á hvaða einstakling sem er. Öll eigum við okkur einhverja fortíð sem mótar okkur með einum eða öðrum hætti. Við höfum einhverjar áætlanir um það hvert við stefnum og loks höfum við ákveðnar hugmyndir og væntingar um það hvað og hvernig við viljum vera.
Meira

Gul viðvörun í dag en Haustkálfar boða milt haust

Nú hefur Veðurklúbburinn á Dalbæ tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og segir í skeyti til fjölmiðla að nýr starfsmaður hafi tekið við stjórn klúbbsins. Þá kemur einnig fram að með nýju fólki megi búast við breytingum og nýjungum. Jákvætt er að spáð er mildum október með suðlægum áttum.
Meira

Lærdómssamfélag í Austur-Húnavatnssýslu

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur-Húnavatnssýslu taka nú þátt í þróunarverkefninu Lærdómssamfélagið í A-Hún. sem Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og er markmiðið að efla faglegt samstarf, starfsþróun og gagnvirkt nám og skapa menningu sem hvetur og viðheldur stöðugu námi meðal starfsfólks leik- og grunnskóla til að efla nám nemenda.
Meira