A-Húnavatnssýsla

Næmi fyrir riðu rannsakað í arfgerðum geita

Nú nýlega fengu Landsbúnaðarháskóli Ísands (Lbhí) og Geitfjárræktarfélag Íslands styrk frá erfðanefnd lanbúndaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er því að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu geitastofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu.
Meira

Leitað að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar

Markaðsstofa Norðurlands leitar að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar sem ætlað er að vinna í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Norðurlandi öllu að þróun og uppbyggingu áfangastaða. Tekið er fram að starfsstöð verði á Norðurlandi vestra í húsnæði SSNV á Hvammstanga.
Meira

Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Vegagerðin hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Borgartúni 5-7 í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemi Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en Vegagerðin var áður á þremur stöðum, í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi og Hringhellu í Hafnarfirði.
Meira

Hundadagar hefjast í dag

Hundadagar byrja í dag en þeir marka tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli, nú talið frá 13. júlí (Margrétarmessu) til 23. ágúst í Almanaki Háskólans, eða sex vikur. Á WikiPedia segir að nafnið muni komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja. Samkvæmt gamalli veðurtrú má búast við afar góðu sumri en veður þessa dags ræður miklu um tíðarfarið fram að lokum ágústmánaðar.
Meira

Myndasyrpa frá Smábæjarleikunum 2021

Smábæjarleikarnir á Blönduósi fóru fram um liðna helgi. Á mótið voru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu. Mótið tókst afbragðsvel og sáust mikil tilþrif hjá fótboltastjörnum framtíðarinnar.
Meira

Plast, plast, plast og aftur plast :: Áskorendapenni, Lilja Jóhanna Árnadóttir, Blönduósi

Það eru efalaust margir á mínum aldri sem muna eftir laginu Lax, lax, lax og aftur lax sem flutt var af Guðmundi Jónssyni og heyrðist oft í útvarpinu þegar mín kynslóð var að að alast upp. Lagið fjallar um mann sem hefur mikla ánægju af laxveiði, jafnvel haldinn laxveiði áráttu og sleppir ekki tækifæri til þess að veiða ef nokkur kostur gefst.Ég hef aldrei verið laxveiðikona, hef reyndar aldrei á ævi minni veitt lax og þekki þar af leiðandi ekki þá ánægju sem örugglega fylgir því að setja í myndarlegan lax en kannski má segja að ég sé orðin plastveiðikona sem gríp upp plast ef nokkur kostur er.
Meira

Húnvetningar og Skagfirðingar öflugir á Fjórðungsmóti

Í gær lauk flottu Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var samhliða landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Mótið var vel sótt af Húnvetningum og Skagfirðingum sem gerðu gott mót.
Meira

Þjóðleiðir Íslands

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á.
Meira

Húnvetningar lutu í gras í uppgjöri toppliðanna

Toppliðin í D-riðli 4. deildar, Vængir Júpiters og Kormákur/Hvöt mættust á Fjölnisvelli í dag en liðin voru jöfn að stigum að loknum átta umferðum í riðlinum. Það var hart barist en eftir að tveir Húnvetningar litu rautt spjald fór svo á endanum að Vængirnir höfðu betur, unnu leikinn 3-2, og tróna nú einir á toppi riðilsins.
Meira

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvestur

Miðflokkurinn hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi en farið var í uppstillingu. Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson leiða listann en þeir eru sitjandi þingmenn fyrir Miðflokkinn. Fanney Anita Thelmudóttir, lagenemi í Reykjavík er í þriðja sætinu, Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, starfsmaður við frístund á Skagastörnd skipar fjórða sætið. 
Meira