A-Húnavatnssýsla

Skagabyggð og Svf. Skagaströnd kanna grundvöll til sameiningar

Á fundi sveitastjórnar svf. Skagastrandar sem haldinn var í dag, 25. júní, kom fram að sveitastjóri svf. Skagastrandar og oddviti Skagabyggðar hafi fundað í kjölfar kosninga og rætt þar um mögulega sameiningu sveitarfélagana beggja.
Meira

Rýkur upp með suðvestan stormi eða roki

Búist er við vaxandi hvassviðri á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld og nótt og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun vegna þess fyrir morgundaginn og fram á laugardagsmorgun. Í athugasemd veðurfræðings segir að ekkert ferðaveður verði fyrir ferðahýsi eða húsbíla og einnig geti verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi.
Meira

Síðbúinn afmælisfagnaður Hollvinasamtaka HSB

Síðastliðinn mánudag héldu Hollvinasamtök HSB á Blönduósi síðbúinn afmælisfagnað í tilefni 15 ára afmælis samtakanna, en afmælið var þann 19. apríl í fyrra. Í því tilefni var efnt til söfnunar til kaupa á rafknúnum sturtustól á sjúkradeild A og 75“ snjall-sjónvarpstæki á 4. hæð. Ákveðið var að bjóða þeim sem styrktu söfnunina í afmæliskaffi.
Meira

Byggðastofnun tekur við eftirliti með póstþjónustu

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tekur formlega við málaflokknum 1. nóvember nk.
Meira

Meirihluti sveitastjórnar Húnavatnshrepps telur ekki tímabært að sameinast Blönduósbæ

Á fundi sveitastjórnar Húnavatnshrepps sem fram fór í gær, þann 22. júní, ályktaði meirihluti sveitastjórnar að ekki skuli vera gengið til annars konar sameiningarviðræðna að svo stöddu. Það hefur verið í umræðunni að Húnavatnshreppur og Blönduósbær sameinist vegna þess að íbúar sveitarfélagana beggja kusu með upphaflegu sameiningartillögunni.
Meira

Nes listamiðstöð með opið hús í dag

Í dag, miðvikudaginn 23. júni, verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Gestalistamenn í Nes og nemendur Virginia Tech Art & Media munu sína verk sín sem þau hafa unnið að í listamiðstöðinni.
Meira

Ferðaþjónusta á landsbyggðinni, þróun og rannsóknir eftir Covid – Málstofa

Á morgun, miðvikudaginn 23. júní, verður haldin málstofa að Hólum í Hjaltadal um ferðaþjónustu á landsbyggðinni í kjölfar Covid-19 og mikilvægi rannsókna í uppbyggingu greinarinnar. Málstofan er skipulögð af Ferðamálastofu og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og fer fram í stofu 202 (Hátíðarsal).
Meira

Stend með Strandveiðum!

Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðil fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir!
Meira

Fimm sigurleikir í röð hjá Kormáki/Hvöt

Kormákur/Hvöt hélt sigurgöngu sinni áfram á laugardaginn sl. þegar að þeir skelltu sér í Mosfellsbæ og sigruðu lið Hvíta Riddarans 0:2. Fyrir leikinn voru Húnvetningar í þriðja sæti D-riðils fjórðu deildar með 12 stig, jafnmörg stig og Vængir Júpíters í öðru sætinu. Lið Léttis sat í efsta sætinu með 13 stig en þeir töpuðu sínum leik í þessari umferð gegn liði Vængja Júpiters og sitja því Vængirnir á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og Kormákur/Hvöt en með betri markatölu.
Meira

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigraði í prófkjöri Norðvesturskjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði með 1.347 atkvæði þegar öll atkvæði höfðu verið talin. Alls greiddu 2.289 atkvæði.
Meira