A-Húnavatnssýsla

400 krakkar á Smábæjarleikunum á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir á Blönduósi hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Á mótið eru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu.
Meira

Skoðanakönnun í Húnavatnshrepp samhliða Alþingiskosningum

Sveitastjórn Húnavatnshrepps tók fyrir erindi frá sveitastjórn Blönduósbæjar þar sem óskað var eftir formlegum sameiningarviðræðum milli sveitarfélagana tveggja, á fundi sínum í gær.
Meira

Víðir ÞH 201 komst í hann krappan við Skagaströnd

Strandveiðibáturinn Víðir ÞH 201 strandaði norðan við Skagaströnd seinnipartinn í gær við Finnstaðanes. Mbl.is greindi frá þessu í gærkvöldi.
Meira

Dagskrá Húnavöku - eitthvað fyrir alla

Húnavaka 2021 verður haldinn dagana 15. - 18. júlí á Blönduósi. Dagskráin er sneisafull af afþreyingu og viðburðum fyrir alla aldurshópa og verður því lítið mál að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hæst ber að nefna að í félagsheimilinu á Blönduósi verða haldnir tveir dansleikir, Stuðlabandið mun koma fram á föstudagskvöldinu og á laugardagskvöldinu mun Jónsi og Regína Ósk stíga á svið ásamt hljómsveit.
Meira

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi 2021

Dagana 2. - 3. júlí var Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi haldið. Keppt var í meistaraflokki karla þar sem að Jón Jóhannsson bar sigur úr býtum, meistaraflokki kvenna þar sem að Birna Sigfúsdóttir stóð uppi sem sigurvegari og í 1. flokki karla en þar sigraði Grímur Rúnar Lárusson.
Meira

Fjórðungsmót Vesturlands hefst í vikunni

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira

Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið

Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira

Risastór útilistaverk í Hrútey

Opnuð verður myndlistarsýning í Hrútey þann 3. júlí næstkomandi og verður hún opin almenningi til 28. ágúst. Það er listakonan Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter eins og hún kýs að kalla sig, sem stendur fyrir sýningunni en um er að ræða risastórt útilistaverk þar sem Shoplifter hyggst stilla náttúruperlunni Hrútey og gervináttúruverkum sínum upp sem hliðstæðum sem einnig má skoða sem andstæður, samstæður eða gagnstæðar spegilmyndir.
Meira

Blönduósbær óskar eftir formlegum viðræðum við Húnavatnshrepp um sameiningu

Á fundi sveitastjórnar Blönduósbæjar þann 29. júní sl. óskaði sveitastjórnin eftir formlegum viðræðum við sveitastjórn Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélagana beggja. Bæði þessi sveitarfélög kusu með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem fram fór þann 5. júní sl. Sveitastjórn Blönduósbæjar hvetur sveitastjórn Húnavatnshrepps um að taka afstöðu til málsins eins fljótt og auðið er. 
Meira

Skagabyggð og Skagaströnd eiga samtal um sameiningu

Sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar funduðu 29. júní til þess að kanna forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna.
Meira