Það svíkur engan sódavatnið frá Akureyri!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
05.09.2021
kl. 12.01
Bók-haldið er einn af þeim þáttum sem prýða Feyki öðru hvoru. Fyrr í sumar bankaði Bók-haldið rafrænt upp á hjá sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni en eins og alþjóð veit er Gísli Reykvíkingur og einhver mesti Tinna-spekingur landsins. Ótrúlegt, en alveg dagsatt, þá var kappinn í sveit á unglingsárum sínum í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á bænum Þórukoti í Víðidal.
Meira
