A-Húnavatnssýsla

Tíminn flýgur - Áskorandinn Magdalena Berglind Björnsdóttir Blönduósi

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. Þessar línur Megasar fljúga stundum um huga minn þegar mér finnst tíminn hlaupa óþarflega hratt frá mér. Já, stundum hreinlega fljúga frá mér. En einhvers staðar stendur að það þýði að manni leiðist ekki - og það get ég alveg tekið undir. Ég held að mér leiðist afar sjaldan.
Meira

Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns

Alþingi samþykkti um síðustu helgi stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns.
Meira

Metfjöldi útskrifta frá HÍ í dag

Yfir 2.500 manns brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag 19. júní og hafa aldrei verið fleiri. Líkt og í fyrra verður brautskráning með sérstöku sniði vegna sóttvarnatakmarkana enbrautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal (nýju Laugardalshöllinni) að þessu sinni.
Meira

Á forsendum byggðanna

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég ferðast um Norðvesturkjördæmi og átt samtöl við fjölda fólks um þau mál sem brenna á íbúum landssvæðis sem nær allt frá Hvalfirði og í Fljótin í Skagafirði. Eins og gefur að skilja eru málin misjöfn, sums staðar brenna samgöngurnar heitast, annars staðar eru það atvinnumál, skólamál eða heilbrigðismál og þannig má lengi telja. Í jafn víðfeðmu kjördæmi eru ólíkar áherslur, það er viðbúið. En í mörgum þessara mála má finna sameiginlegan þráð; áhyggjur og óþol fyrir því að ákvarðanataka í stjórnsýslunni sé fjarlæg og endurspegli ekki nægjanlega vel aðstæður heimamanna.
Meira

Gætum að sjálfstæðinu – Leiðari Feykis

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, helsta leiðtoga landsins í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Honum til heiðurs var dagurinn valinn stofndagur lýðveldisins árið 1944. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið í stöðugri valdabaráttu, annað hvort við erlend ríki eða innbyrðis og landið bókstaflega fylltist af sjálfstæðum höfðingjum og þeirra fólki á landnámsöld vegna valdabrölts Haraldar hárfagra í Noregi.
Meira

Bestu knapar landsins mæta með bestu hesta landsins - Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní - 4. júlí nk. Mótið í ár verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Feykir hafði samband við Sigurð Heiðar Birgisson, framkvæmdastjóra mótsins, og forvitnaðist örlítið um það.
Meira

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Feykir óskar öllum gleðilega hátíð á þjóðhátíðardegi þjóðarinnar 17. júní. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, forseta en fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911.
Meira

Harbour restaurant & bar opnar á Skagaströnd á morgun, 17. júní

Harbour restaurant & bar er staðsettur í gömlu iðnaðarhúsi á höfninni á Skagaströnd og mun opna á morgun, 17. júní. Eigendur staðarins eru systkinin Stefán Sveinsson og Birna Sveinsdóttir ásamt mökum sínum þeim Hafdísi Hrund Ásgeirsdóttur og Slavko Velemir. Matseðillinn á Harbour verður fjölbreyttur; smáréttir, fiskur, lambakjöt, salat, pizzur og hamborgarar. Lögð er mikil áhersla á að vinna mest með hreinar afurðir beint frá býli og bryggju.
Meira

Fundir vegna deiliskipulags í gamla bænum við Blönduós

Þann 29. júní nk. hyggst Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar ásamt skipulagsráðgjafa frá Landmótun bjóða einstaklingum og/eða hópum upp á viðtöl vegna deiliskipulags í Gamla bænum.
Meira

Gæðingamót Þyts og úrtökumót Neista og Þyts

Gæðingamót Þyts og úrtökumót Neista og Þyts fór fram um seinustu helgi á Hvammstanga. Fram komu sterkir hestar og knapar. Neisti tók aðeins þátt í forkeppninni sem var úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands, en Neista menn halda sitt gæðingamót á Blönduósi um næstu helgi. Þytur á Hvammstanga var að taka nýjan völl til notkunar á mótinu og í tilefni af því var boðið upp á grillveislu að lokinni forkeppni á laugardeginum.
Meira