A-Húnavatnssýsla

Textílbókverkasýningin Spor opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu

Bókverkasýningin SPOR | TRACES var opnuð sl. sunnudag í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi en þar er um samsýningu listamanna frá fimm löndum að ræða. Fyrir verkefninu fer bókverkahópurinn ARKIR, sem telur ellefu íslenskar listakonur, en leiðir þátttakenda í sýningunni lágu saman í gegnum áhuga þeirra á þessu tvennu: bókverki og textíl.
Meira

Beinin sem sem fundust á Skaga reyndust ekki vera mannabein

Í gær fundust bein í fjörunni við bæinn Víkur á Skaga sem talinn voru vera mannabein. Ábúandi á bænum tilkynnti um fundinn og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að leita umhverfis fjöruna.
Meira

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Síðastliðinn föstudag, 11. júní, var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Alls útskrifuðust 45 nemendur í þetta skiptið, þar af einn samtímis af tveimur námsleiðum.
Meira

Treyju-uppboð Aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar

Keppnistreyja Kormáks Hvatar hefur vakið verðskuldaða eftirtekt í leikjum sumarsins, enda einstök á allan hátt. Aðdáendasíðunni hefur opnast gluggi til að bjóða upp eina treyju til styrktar starfinu og gefa þannig tískuþyrstum tækifæri á að eignast hana. Áritaða af leikmönnum ef vill!
Meira

Þjóðhátíðardagskrá á Blönduósi

17. júní verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi með pompi og prakt. Aðal hátíðardagskráin mun fara fram á skólalóð Blönduskóla en þar mun Villi Vandræðaskáld stjórna dagskránni. Fólk úr heimabyggð og krúttraddir Barnabæjar munu flytja tónlistaratriði, þar verður hoppukastali fyrir börn, vítaspyrnukeppni á sparkvellinum og margt fleira.
Meira

Listi VG samþykktur í Norðvesturkjördæmi

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í gær. Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórnamálanna.
Meira

Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð

Kormákur/Hvöt sigraði sinn fjórða leik í röð þegar að þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, af velli í Blönduósi á laugardaginn. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. 
Meira

Sveðjustaðir í Miðfirði (Sveigisstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Þetta er vafalaust breytt nafn frá því upprunalega, þótt nú sje það svo algengt að annað þekkist ekki og þannig er það í yngstu jarðabókunum (sjá J., Ný Jb.). Fyrsta vitni er landamerkjabrjef milli Svertingsstaða og Sveðjustaða frá árinu 1478 og frumskjalið er til á skinni (DL VL 137).
Meira

The phoenix factor – Fönix áhrifin

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og Nes listamiðstöð bjóða til fyrirlesturs breska fræðimannsins David Kampfner, frá Háskólasetri Vestfjarða, í Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd mánudaginn 14. júní kl. 17. Fyrirlestur Davids nefnist Finding the Phoenix Factor: Industrial Heritage Conservation in Iceland.
Meira

Fjöldatakmarkanir rýmkaðar og nándarreglan styttist

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að á sitjandi viðburðum verði engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.
Meira