Málmey SK 1 landaði rúmum 124 tonnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.05.2021
kl. 09.06
Í aflafréttum er það helst að alls var landað tæpum 283 tonnum á Króknum, þar af voru 22.404 kg af grásleppu og strandveiðimenn náðu samanlangt 11.755 kg á land. Drangey SK 2 og Málmey SK 1 lönduðu samanlagt tæpum 238 tonnum en Málmey SK 1 var aflahæst með rúm 124 tonn. Uppistaða aflans var karfi og ufsi og var hún meðal annars á veiðum á Halanum. Á Skagaströnd var landað tæpum 64 tonnum, rúmum 18 tonnum af grásleppu og tæpum 35 tonnum frá standveiðimönnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var Onni HU 36 með rúm 11 tonn. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Steini G HU 45, 4.763 kg af grásleppu og fimm bátar lönd- uðu á Hofsósi alls 10.836 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 362.913 kg.
Meira