A-Húnavatnssýsla

Markaðsráð Kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða

Markaðsráð Kindakjöts hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Auglýst er eftir umsóknum og styrkjum úthlutað tvisvar á ári. Einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki geta sótt um styrki vegna sauðfjárafurða hjá Markaðsráði Kindakjöts. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Atvinnumál kvenna - Styrkúthlutun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði styrkjum nú á dögunum til Atvinnumála kvenna. Alls bárust 300 umsóknir og af þeim hlutu 44 verkefni styrki. Fjögur verkefni af 44 koma af Norðurlandi vestra.
Meira

Ferðagjöfinni eytt fyrir 18 milljónir á Norðurlandi vestra

Samkvæmt Mælaborði Ferðaþjónustunnar var Ferðagjöfinni eytt fyrir að andvirði 18 milljóna á Norðurlandi vestra. Átta milljónum var eytt afþreyingu, öðrum átta milljónum í gistingu og svo urðu þrjár milljónir eftir á veitingastöðum á svæðinu.
Meira

Hrútey hlýtur styrk frá Ferðamálastofu

Í fundargerð byggðarráðs Blönduósbæjar 26. Maí sl.  kom fram staðfesting á því að ferðamálastofa hafi veitt Hrútey styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 15 milljóna króna.
Meira

Kaflaskil í landbúnaði – Ræktum Ísland

Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og þýðingu íslensks landbúnaðar, fyrir þeim sem á annað borð geta séð í samhengi þjóðarhag og hagsmuni þeirra sem landið byggja. Áhrif landbúnaðar eru langt umfram fjölda bænda, eða beinharðar framleiðslutölur eða hlutdeildar á markaði matvæla. Landbúnaður hefur sannarlega gengið í gegnum mikla breytingar á undanförnum áratugum. Óvíða hefur framleiðni aukist meira.
Meira

Blönduósbær hyggst færa viðskipti sín yfir til Landsbankans

Á fundi byggðarráðs Blönduósbæjar miðvikudaginn 26. maí síðastliðinn, greindi sveitastjóri Blönduósbæjar, Valdimar O. Hermannsson frá því hann hefði átt viðræður við Landsbankann um bankaviðskipti sveitarfélagsins. Samhliða því lagði hann til að Blönduósbær færði viðskipti sín til Landsbankans.
Meira

Starfshópur um Umhverfisakademíu á Húnavöllum skilar af sér skýrslu

Við undirbúning kosningar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í austur Húnavatnssýslu kom fram sú hugmynd að koma á fót námi í umhverfisfræðum á Húnavöllum. Hugmyndin er liður í því að gera fyrirhugað nýtt sveitarfélag að umhverfisvænasta sveitarfélagi landsins. Til að sú framtíðarsýn verði að veruleika þarf að eiga sér stað mikil stefnumótun og vinna við aðgerðaráætlun.
Meira

Sterk þrjú stig í pott Húnvetninga

Leikmenn Kormáks Hvatar bættu þremur stigum í pottinn þegar þeir mættu Úlfunum á Framvellinum í Reykjavík í gær. Bæði lið höfðu unnið einn leik og tapað öðrum í ansi jöfnum D-riðli 4. deildar og því mikilvægt fyrir bæði lið að sækja þrjú stig og koma sér betur fyrir á stigatöflunni. Húnvetningar skoruðu snemma leiks og þar við sat, lokatölur 0-1.
Meira

Það var allt til á háaloftinu hjá mömmu - Áskorendapenni Þórhalla Guðbjartsdóttir Blönduósi

Foreldrar mínir fluttu á Blönduós, nánar tiltekið á Húnabraut 34, sumarið 1965. Þá var ég níu mánaða gömul. Við áttum engar ættir að rekja til Húnavatnssýslna og enga nákomna ættingja þar en okkur var vel tekið og eignuðumst við fljótt stóra „fjölskyldu“ sem voru nágrannar okkar við Húnabrautina.
Meira

Samhent handavinnuhjón

Hjónin María Hjaltadóttir og Reynir Davíðsson eru handverksfólk vikunnar. Um áratuga skeið voru þau kúabændur á Neðri-Harrastöðum í Skagabyggð og með búskapnum voru þau landpóstar. María og Reynir eru flutt til Skaga-strandar og hafa komið sér þar vel fyrir, þar hafa þau komið sér uppi góðri aðstöðu fyrir áhugamálin, en Reynir útbjó sér smíðaskemmu í kjallaranum þar sem hann er með rennibekk og alls kyns verkfæri. Þau segja að þegar þau hættu búskapnum hafi þau loks haft tíma fyrir áhugamál.
Meira