A-Húnavatnssýsla

Hefur verið starfrækt óslitið síðan 1947

Einn af þeim framleiðendum sem hafa verið að bjóða upp á vörur sínar í bíl smáframleiðenda er Garðyrkjustöðin Laugarmýri og kannast eflaust margir við fallegu blómin þeirra sem prýða marga garðana á sumrin. En Laugarmýri er ekki bara þekkt fyrir blómin þau rækta margt fleira og má þar t.d. nefna góðu og safaríku gúrkurnar sem eru ómótstæðilegar í salatið eða bara sem snakk.
Meira

L&E ehf. tekur við rekstri tjaldsvæðisins á Blönduósi - Leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu og vinalegt viðmót

Um síðustu mánaðamót var tilkynnt um nýja rekstraraðila tjaldsvæðisins í Brautarhvammi á Blönduósi en þar er á ferðinni fyrirtækið L&E ehf. sem er í eigu Liyu og Ebba sem einnig eiga og reka matsölustaðinn Teni. Á heimasíðu Blönduóss kemur fram að einnig verði starfrækt Upplýsingamiðstöð í gamla Kaupfélagshúsinu en gert er ráð fyrir að fjöldi manns ferðist innanlands í sumar og nýir rekstraraðilar byrjaðir að undirbúa móttöku ferðalanga. Feykir sendi spurningar á Liyu og forvitnaðist um þetta nýja fyrirkomulag í bænum.
Meira

2700 skammtar af bóluefni á Norðurland í næstu viku

Þann 1. júní munu 2700 skammtar af bóluefni berast HSN en af þeim eru 1400 skammtar af Pfizer bóluefninu, sem verða m.a. nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 11.-14. maí og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum og eiga að fá Pfizer í seinni bólusetningu.
Meira

100 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 42. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag. Enn litar Covid-faraldurinn líf okkar en vegna sóttvarnareglna voru einungis nemendur og nokkrir starfsmenn skólans viðstaddir en athöfninni var streymt á netinu. Alls brautskráðust 100 nemendur frá skólanum.
Meira

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

Fjórðungsmót Vesturlands fer fram í Borgarnesi dagana 7. til 11. júlí í sumar. Í tilkynningu frá Framkvæmdanefnd mótsins er óskað eftir ræktunarbúum til að taka þátt í ræktunarbússýningu sem mun fara fram á mótinu.
Meira

Höfðaskóli fær Grænfána

Í gær, fimmtudaginn 27. Júlí, var Grænfáninn dreginn að húni í Höfðaskóla á Skagaströnd og Höfðaskóli því orðinn skóli á grænni grein, en frá því var greint á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Meira

Veðjum á ungt fólk

Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum.
Meira

Fyrsta framhaldsprófið í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Í gær voru haldnir burtfararprófstónleikar Elvars Loga Friðrikssonar í Blönduóskirkju en Elvar Logi þreytti framhaldspróf í klassískum söng undir leiðsögn Ólafs Rúnarssonar söngkennara og Elinborgar Sigurgeirsdóttur fv. skólastjóra og tónfræðikennara, og voru tónleikarnir hluti af því.
Meira

Fellsborg til leigu

Sveitarstjórn Skagastrandar ákvað á fundi sínum þann 21. maí sl. að auglýsa Fellsborg, félagsheimilið í bænum, til leigu ásamt því að auglýsa eftir aðilum til þess að sjá um skólamötuneyti Höfðaskóla. Á heimasíðu sveitarfélagsins er óskað eftir rekstraraðilum fyrir Fellsborg og skólamáltíðirnar saman þar sem skólamötuneytið er staðsett í Fellsborg.
Meira

Styttist í að framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá fari í útboð

Eins og sjálfsagt flestir íbúar á Norðurlandi vestra vita þá stendur til að hefja framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá á næstunni en heildarlengd nýrra vega- og brúar verða um 11,8 km. Nú styttist í að verkið verði boðið út en fjárveitingar til verksins eru á samgönguáætlun fyrir árin 2022 til 2024 eða samtals um tveir milljarðar króna og verður stærsta verkefni Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra næstu misserin.
Meira