Háspennulína slitnaði og lá yfir Hringveg 1 í Vestur Húnavatnssýslu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.02.2021
kl. 11.01
Búið er að opna Hringveg (1) á ný milli Miðfjarðar og Víðidals en honum var lokað um tíma í morgun þar sem háspennulína hafði slitnað og lá yfir veginn. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að veginum verður lokað á ný í stutta stund þegar líða tekur á morguninn meðan rafmagnslínan sem nú er ótengd verður tengd á ný.
Meira
