feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
03.08.2019
kl. 10.13
Það voru þau Páley Sonja Wiium Ragnarsdóttir og Lárus Blöndal Benediktsson á Blönduósi sem leyfðu okkur að hnýsast í uppskriftabankann þeirra í 29. tbl. Feykis árið 2017. Þau eiga þrjú börn, þau Kristjönu Diljá, Einar Gísla og Margréti Ruth. Hjónin eru bæði sjúkaliðar að mennt en Lárus er nú í slátraranámi og vinnur í SAH samhliða því. Páley hefur starfað sem leiðbeinandi í Blönduskóla og nemur jafnframt kennslufræði við HÍ. „Við kjósum að hafa eldamennskuna þægilega, en jafnframt skemmtilega, og deilum því með lesendum þessum einföldu og góðu uppskriftum, að okkar mati allavega,” segja þau. „Við erum hvorki forrétta- né eftirréttafólk en við leyfum samt einum eftirrétti að fylgja með sem við fáum á hátíðisstundum.”
Meira