A-Húnavatnssýsla

Miðflokkurinn boðar til fundar í kvöld á Sauðárkróki

Sigurður Páll Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Miðflokksins verða frummælendur á opnum stjórnmálafundi í kvöld á Mælifelli á Sauðárkróki.
Meira

Áskorendapenninn/Benedikt Blöndal Lárusson/Af margs konar menningu

Svo er kominn allt í einu 17. júní og það rignir ekki, að vísu var þoka í gærkvöldi og úði, fyrir gróðurinn og þá sem eru með astma eins og ég. Hátíðarhöldin voru hér á Blönduósi með sama sniði og í fyrra, hitteðfyrra og jafnvel lengra aftur, stutt og hefðbundin. Nú var 75 ára afmæli lýðveldisins og það hefði verið vel við hæfi að gefa svolítið í, en sami háttur var hafður á og 1. desember í fyrra á afmæli fullveldisins, sem sagt ekkert á héraðsvísu.
Meira

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á sunnudaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar um allt land

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú á faraldsfæti og funda vítt og breitt um landið. Í dag verða þeir m.a. í Eyvindarstofu á Blönduósi klukkan 17:30 og í Ljósheimum Skagafirði í kvöld kl. 20:00. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og þingmennirnir Birgir Ármannsson, Haraldur Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Meira

Spennandi matarhátíð á Norðurlandi vestra

Næstkomandi föstudag hefst í fyrsta skiptið matarhátíð sem kallast Réttir - Food Festival og fer fram á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra. Gestum verður boðið upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu. Fjölmargar uppákomur verða þá tíu daga sem hátíðin stendur, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði. Veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu standa að hátíðinni en Þórhildur María Jónsdóttir, umsjónarmaður Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, er í forsvari. Feykir leitaði til hennar með nokkrar spurningar varðandi hátíðina.
Meira

Málþing um fræðimanninn og þjóðsagnasafnarann Jón Árnason

Málþing verður haldið á Skagaströnd á afmælisdegi Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafnara og bókavarðar, laugardaginn 17. ágúst næstkomandi en þá eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Dagskráin hefst með guðsþjónustu í Hofskirkju klukkan 11 en síðan verður afhjúpað söguskilti við Skagabúð og boðið til veitinga í félagsheimilinu Skagabúð.
Meira

Flestir hlynntir gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði

Í skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið, dagana 5. júlí til 8. ágúst sl. um vegamál á Norðurlandi, kemur fram að af sex tilgreindum valkostum voru flestir hlynntir gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði, 66% voru hlynnt gerð vegar um Húnavallaleið en 11,5% andvíg.
Meira

Öflugur sigur K/H manna á Hvíta riddaranum

Á laugardaginn fékk Kormákur/Hvöt (K/H) lið Hvíta riddarans í heimsókn á Blönduósvelli. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Kormák/Hvöt, því að ef þeir ætluðu að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppni 4.deildar þá urðu þeir að vinna leikinn.
Meira

Kjúklingaréttur meistarans og freistandi ísterta

Það voru þau Halldór Sigfússon og Lena Marie Pettersson á Hvammstanga sem gáfu lesendum Feykis sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum í 30. tbl. Feykis árið 2017. Halldór er þjónustustjóri í Landsbankanum á Hvammstanga en Lena var að skipta um starfsvettvang eftir 12 ára starf í Leikskólanum Ásgarði og var að hefja störf í Þvottahúsinu Perlunni. „Við reynum að hafa verkaskiptingu heimilisins skýra þannig að hver geri það sem hann er góður í og því sér Lena að mestu um eldamennskuna meðan Halldór tekur hraustlega til matarins,“ sögðu þau Halldór og Lena. „Kjúklingarétturinn er einfaldur og fljótlegur og afskaplega vinsæll á heimilinu. Hvort við notum hot eða medium salsasósuna fer eftir hvort miðju unglingurinn er í mat eða ekki, hans bragðlaukar eru ekki hannaðir fyrir hot sósur. Kolbrún, samstarfskona Halldórs, kom okkur á bragðið með ístertuna en hún er algjör bomba og reynir á kransæðarnar.“
Meira

K/H tekur á móti Hvíta riddaranum

Á morgun laugardaginn 10. ágúst mætast Kormákur/Hvöt (K/H) og Hvíti riddarinn í 4. deild karla á Blönduósvelli.
Meira