Anna Hulda djákni ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.03.2025
kl. 13.41
Á Facebook-síðunni Kirkjan í Skagafirði segir að Anna Hulda Júlíusdóttir hafi verið ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli. Anna Hulda hefur víðtæka reynslu af kirkjustarfi og sálgæslu. Hún er mörgum Skagfirðingum af góðu kunn eftir að hafa starfað á Löngumýri, þar sem hún m.a. veitti orlofsbúðum eldri borgara forstöðu. Hún var vígð til þjónustu við orlofsbúðirnar á Löngumýri þann 1. mars árið 2020. Síðasta ár vann hún í sálgæsluteymi Landsspítala háskólasjúkrahúss.
Meira
