Nýr fiskvegur úr Laxárvatni opnaður
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2024
kl. 08.35
Nýlega var opnaður nýr fiskvegur úr Laxárvatni niður Laxá á Ásum. Stíflan í ánni, sem var orðin slitin og skemmd, leggst af sem og laxastiginn úr vatninu en þó getur yfirfall runnið yfir stífluna ef vatnsstaða er há í Laxárvatni. RARIK sá um framkvæmdina, sem unnin var í samvinnu við Veiðifélag Laxár á Ásum og Veiðimálastofnun en hún er liður í að endurheimta hvernig vatn rann ofan úr Svínadal fyrir 70 árum síðan, eða áður en til Laxárvatnsvirkjunar kom, segir á huni.is
Meira