A-Húnavatnssýsla

Frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn

Vegagerðin tekur virkan þátt í Evrópsku samgönguvikunni, meðal annars með því að hafa frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn, sunnudaginn 22. september. Á netsíðu Vegagerðarinnar segir að borgir og bæir á Íslandi hafi tekið þátt í Evrópsku samgönguvikunni frá árinu 2002. Samgönguvikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu sem er ætlað að ýta undir sjálfbærar samgöngur.
Meira

Skólafólk nestaði sig inn í nýtt skólaár

Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra fór fram í Miðgarði í Varmahlíð þann 30. ágúst síðastliðinn. Formaður KSNV er Álfhildur Leifsdóttir kennari við Árskóla á Sauðárkróki og hún féllst á að svara nokkrum spurningum Feykis um þingið og eitt og annað tengt skólamálum.
Meira

Hefur sennilega aldrei slegið garð foreldranna jafn oft

Feykir heyrði síðast hljóðið í Ingva Rafni Ingvarssyni, þjálfara Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu þegar um sex umferðir voru eftir af mótinu. Þá stóðu Húnvetningar ansi vel, voru í áttunda sæti með 18 stig og virtust nokkuð öruggir með sætið í deildinni. Ingvi Rafn vonaðist eftir sex stigum í næstu tveimur leikjum og það átti að fara langt með að tryggja sætið. Liðið vann ekki einn einasta leik frá þeim tíma en slapp við fall í síðustu umferðinni þar sem KF náði ekki að vinna sinn leik.
Meira

Stundum líður manni eins og við séum að spila berfætt á grýttum malarvelli

„Framundan er árleg vinna við fjárhagsáætlun sem á sér fastan sess í dagatali sveitarfélagsins. Sameining við Skagabyggð er nýlega formfest og nú er hafin vinna við að sameina fjáhag sveitarfélaganna en þau verða gerð upp sem eitt á þessu ári,“ segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, þegar Feykir gabbar hann í að svara nokkrum spurningum tengdum Húnabyggð. Sveitarfélagið Húnabyggð varð til við sameiningu Blönduóss og Húnavatnshrepps sumarið 2022 og Pétur því fyrsti sveitarstjórinn.
Meira

Sálfélagsleg þjónusta við börn og ungmenni efld hjá HSN með nýju geðheilsuteymi barna

Eins og tilkynnt hefur verið mun þjónusta sem barna- og unglingageðteymi (BUG) hefur veitt á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) færast til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) frá og með 1. október. Verður hún hluti af sálfélagslegri þjónustu HSN sem hefur sinnt grunnþjónustu (vægum til miðlungs vanda) við börn og fullorðna og sinnt einstaklingum með alvarlegri og flóknari vanda innan geðheilsuteymis fullorðinna.
Meira

Hvítserkur og Glaumbær eru mest sóttu ferðamannastaðirnir á Norðurlandi vestra

Húnahornið lagðist yfir frétt Morgunblaðinu þar sem var fjallað um aðsókn á vinsæla ferðamannastaði á Íslandi. Hvítserkur er sennilega eitt frægasta kennileiti svæðisins ásamt Drangey á Skagafirði en það er heldur einfaldara að heimsækja Hvítserk. Það sem vekur athygli er gríðarleg aukning á heimsóknum ferðamanna að Hvítserk. Metaðsókn var í fyrra frá því að mælingar hófust árið 2021 en árið 2023 heimsóttu tæplega 82 þúsund manns staðinn en í ár er talan komin í ríflega 124 þúsund heimsóknir og árið langt því frá liðið.
Meira

„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.
Meira

Sendiherra ESB heimsótti Byggðastofnun í morgun

Sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, heimsótti Byggðastofnun ásamt fylgdarliði í morgun en þau voru mætt á Krókinn til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Hópurinn er á ferðalagi um landið í tilefni þess að 30 ár eru síðan samningur um EES tók gildi og er að kynna samstarfsáætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.
Meira

Flugvöllurinn á Blönduósi kominn í notkun á ný

„Við erum rosalega ánægð með að viðgerðir á flugvellinum séu loksins orðnar að veruleika,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, við Feyki þegar hann var spurður hvort búið væri að taka flugvöllinn á Blönduósi í gagnið að nýju eftir lagfæringar og lagningu slitlags.
Meira

Vilja Húnavallaleið aftur á dagskrá

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um Húnavallaleið en flutningsmenn eru Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Ásmundur Friðriksson þingmaður sama flokks í Suðurkjördæmi. Í frétt Húnahornsins um málið segir að tillagan feli í sér að Alþingi álykti að fela innviðaráðherra að fá Vegagerðinni það hlutverk að uppfæra forsendur fyrir uppbyggingu Húnavallaleiðar og hefja samtal við Húnabyggð um hvort Húnavallaleið verði bætt við sem nýframkvæmd í samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038.
Meira