Slæmur skellur heimamanna á Blönduósi í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
25.08.2024
kl. 20.35
Nítjánda umferðin í 2. deild karla í fótbolta var spiluð í dag og á Blönduósi tóku liðsmenn Kormáks/Hvatar á móti Þrótti úr Vogum sem eru í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Þeir skoruðu strax í byrjun leiks og bættu við marki rétt fyrir hlé og eftir það sáu heimamenn ekki til sólar. Lokatölur 0-5 og Húnvetningar nú komnir í bullandi baráttu fyrir sæti sínu í deildinni.
Meira