A-Húnavatnssýsla

Telur að flestir eigendur Búsældar muni taka tilboði KS

Stjórnarformaður Búsældar ehf., sem fer með eignarhlut bænda í kjötiðnaðarfyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska (KN), telur að flestir þeirra selji hlut sinn til Kaupfélags Skagfirðinga, sem í byrjun júlí gerði yfirtökutilboð í félagið. Héraðsmiðilinn Austurfrétt segir frá því að formaðurinn treysti á að skilyrði í búvörulögum tryggi að kaupin verði bæði bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Eimur vex til vesturs | Fréttatilkynning

Bakhjarlar Eims, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga- og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra undirrituðu í dag samkomulag um inngöngu samtakanna í Eim. Eimur hefur það meginmarkmið að bæta nýtingu auðlinda með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Nú spannar starfsvæði félagsins allt Norðurland.
Meira

Heyskapartíð verið erfið síðan um miðjan júlí

„Eins og alltaf eru aðstæður misjafnar og staða bænda því misjöfn. Jú, árferði hefur verið óvenjulegt á þessu svæði í vor og sumar. Það var víða mikill klaki í jörð sem fór mjög seint og gerði bændum erfitt fyrir með vorverk s.s. jarðvinnslu og sáningu í flög sem varð fyrir vikið óvenju seint á ferðinni. Það var líka fremur kalt í veðri og úrkomusamt sem olli því að jörðin hlýnaði hægt og spretta grasa hæg. Sláttur hófst því heldur seinna en flest undanfarin ár. Spretta hefur hins vegar almennt verið góð þegar liðið hefur á sumar og er háarspretta góð,“ sagði Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá RML, þegar Feykir spurði hann út í stöðuna hjá bændum en slæm tíð hér Norðanlands hefur verið talsvert í umræðunni og þá áhrif hennar á sprettu og slátt.
Meira

Ríkisstjórnin fundar í Gránu

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki í dag. Ríkisstjórnin mun auk þess funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Dagný Rósa ráðin fræðslustjóri í A-Hún

Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra. Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra, Þórdísar Hauksdóttur, þann 26. júní sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsins óformlega að staðan yrði auglýst hið fyrsta.
Meira

Tré ársins 2024 í Varmahlíð Skagafirði

Í tilefni útnefningar Tré ársins 2024 verður viðburður í Varmahlíð í Skagafirði sunnudaginn 8. september nk. kl. 16:00.
Meira

Gestadagur á Reynistað

Gestadagur á fornleifasvæðinu á Reynistað í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00. Boðið verður upp á leiðsögn, á ensku og íslensku, um uppgröftinn sem fró fram í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að mæta koma við Reynistaðakirkju. Allir velkomnir
Meira

Akureyrarvaka um helgina í norðlenskri hitabylgju

Akureyringar bjóða til veislu um næstu helgi en Akureyrarvaka verður haldin dagana 30. ágúst - 1. september, með glæsilegum tónleikum á Ráðhústorgi, háskalegri Draugaslóð á Hamarkotstúni, Víkingahátíð og fleiru. Rétt innan við 80 viðburðir eru á dagskrá og enn eru að bætast við fleiri atriði. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir sólríkum dögum á Akureyri en mini hitabylgju virðist þó vera spáð, 18 gráður á laugardeginum og ætti því að vera í lagi að vera í stutterma en vissara að hafa regnstakkinn innan seilingar.
Meira

Fimm prósent af alþingismanni | Hjörtur J.Guðmundsson skrifar

Fámennasti þingflokkurinn á Alþingi eins og staðan er í dag, Miðflokkurinn, telur einungis tvo þingmenn af 63 eða sem nemur rétt rúmlega 3% af heildarfjöldanum. Vitanlega er það ekki ávísun á mikil áhrif þó vissulega megi segja að flokkurinn eigi „sæti við borðið“ eins og það er kallað. Hins vegar er vægi Miðflokksins margfalt á við það vægi sem Ísland hefði allajafna innan Evrópusambandsins kæmi til inngöngu landsins í það.
Meira

Matvælaráðherra fundar í Dalsmynni

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra býður bændum í Austur-Húnavatnssýslu að hitta sig í kaffi og spjall í Dalsmynni í Svínadal mánudaginn 26. ágúst og hefst fundurinn kl. 14:30. Bjarkey verður á ferðalagi um Norðurland í vikunni og ætlar að heimsækja sem flestar starfsstöðvar stofnana ráðuneytisins og hitta bændur.
Meira