A-Húnavatnssýsla

Stórt skref til framtíðar

Uppbygging á 2300 leiguíbúðum er rétt handan við hornið en önnur umræða um frumvarp um almennar félagsíbúðir fór fram á Alþingi í vikunni. Þessi mikilvæga uppbygging er því rétt handan við hornið. Þetta er ein sú mesta uppbygging sem verið hefur á leigumarkaði frá árinu 1965 eða þegar Breiðholtið var byggt. Nú er tekið stórt skref til framtíðar með gríðarlegri uppbyggingu og stöðugleika á leigumarkaði. Hér er um að ræða uppbyggingu á kerfi þar sem stuðlað er að félagslegri blöndun íbúanna.
Meira

Vill beita skattkerfinu til að styrkja byggðir landsins

Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra, hyggst láta skoða hvernig beita megi skattkerfinu á því hvernig beita megi skattkerfinu við að styrkja byggðir landsins.
Meira

Bílalest á 20 ára afmæli Vörumiðlunar - myndir

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð um Varmahlíð og Sauðárkrók og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Um 400 manns sáu Mamma mia á Skagaströnd

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd settu á dögunum upp söngleikinn Mamma mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem var ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikilla vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.
Meira

Pælingar um álver

Álverið á Hafursstöðum hefur verið á vörum margra undanfarna mánuði og eru skoðanir manna misjafnar. Umræðan um þetta málefni síðasta sumar var í þá átt að ég hélt að þetta væri klappað og klárt og að fyrsta skóflustungan væri á næsta leiti. En þegar ég fór að kynna mér málið nánar komst ég að því að svo er ekki raunin.
Meira

Vélaþjónustan Messuholt og Víðimelsbræður með lægsta tilboð í endurbyggingu Svínvetningabrautar

Á þriðjudaginn voru opnuð tilboð í endurbyggingu Svínvetningabrautar, vegar nr. 731, frá Kjalvegi að hringvegi, en útboð var auglýst þann 25. apríl. Fjögur tilboð bárust og áttu Vélaþjónustan Messuholti ehf. og Víðimelsbræður ehf. lægsta tilboð, sem hljóðaði upp á tæpar 60 milljónir.
Meira

Umræður um handbært fé

Ársreikningar Húnavatnshrepps voru lagðir fram til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Fulltrúar E-lista lögðu fram bókun þar sem m.a. var bent á að handbært fé hefði lækkað um 42 milljónir á milli ára.
Meira

Rokkbúðir fyrir stelpur og konur í sumar

Í sumar verður boðið upp á rokkbúðir fyrir stelpur og konur á Akureyri. Verkefnið er 5 ára í ár og búðirnar á Akureyri eru styrktar af Sóknaráætlun Norðurlands vestra og Akureyrarstofu.
Meira

Háskólalestin á Blönduósi um hvítasunnuhelgina

Háskólalestin nemur staðar á Blönduósi dagana 13. og 14 maí með fjölbreytta dagskrá, bæði fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla á svæðinu og alla fjölskylduna í veglegri vísindaveislu í Félagsheimili Blönduóss.
Meira

Áframhaldandi eftirlitsverkefni með veitingahúsum

Nú í maí verður haldið áfram með eftirlitsverkefni, sem fór fyrst af stað með fyrir tveimur árum, á veitingahúsum á Norðurlandi vestra. Þetta kemur fram á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira