A-Húnavatnssýsla

Vörumiðlun 20 ára - myndband

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu á laugardaginn. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð og gegnum Sauðárkróki og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Áform um hótelbyggingu á Hólanessvæðinu

Félagið Hólanes ehf. hefur uppi áform um byggingu Hótels við Fjörubraut 6 á Skagaströnd. Að sögn Adolfs H. Berndsen, stjórnarformanns í félaginu, er málið í farvegi og m.a. verið að leggja lokahönd á viðskiptaáætlun.
Meira

Framreiddu krásir af stakri snilld

Miðvikudaginn 20.apríl héldu nemendur 10.bekkjar á Skagaströnd matarkvöld á veitingastaðnum Borgin mín. Matseðill kvöldsins hljómaði á þann veg að í forrétt voru sítrónumarineraðir sjávarréttir með grænmeti, aðalrétturinn var lambalæri með fjölbreyttu rótargrænmeti og sósu og í eftirrétt var ostakaka.
Meira

Veðurklúbburinn spáir skánandi veðri eftir hvítasunnu

Þriðjudaginn 3. maí 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. „Fundarmenn voru sautján talsins, sem er óvenju fjölmennt og því meira lýðræði í veðurvæntingum eins og nú er haft í hámælum í þjóðmálaumræðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá veðurklúbbnum.
Meira

Efnt til prófkjörs í haust

Aðalfundur Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Borgarnesi á laugardaginn. Þar var samþykkt að haldið yrði prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar á komandi hausti, til að stilla upp á framboðslista flokksins í kjördæminu.
Meira

Austur-Húnavatnssýsla kynnt í flugvélum Icelandair

Næstu þrjú árin verður Austur-Húnavatnssýsla kynnt í sjónvarpsþáttunum Unique Iceland sem sýndir eru um borð í flugvélum Icelandair. Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa gert samning við Icelandair um gerð og birtingu kynningarefnis í markaðskerfi flugfélagsins. Frá þessu er greint á vefnum Húnahornið.
Meira

Sýndu afrakstur sinn í Bílskúrsgalleríi

Listamenn Listamiðstöðvar Textílseturs Íslands sem dvöldu í Kvennaskólanum á Blönduósi í apríl mánuði héldu listasýningu í Bílskúrsgalleríi þriðjudaginn 26. apríl sl. Sagt er frá sýningunni á Húnahorninu og þar er einnig að finna fleiri myndir sem teknar voru við þetta tilefni.
Meira

Mamma Mia á Skagaströnd

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýna í kvöld söngleikinn Mamma Mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem er ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikillar vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.
Meira

Ný stjórn Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði á fundi þann 20. apríl síðastliðinn nýja stjórn RML en stjórnin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Fyrirkomulagi varafulltrúa í stjórn var einnig breytt en fram til þessa hafa verið varamenn fyrir hvern og einn stjórnarmann. Nú verður því háttað þannig að varamenn verða tveir, 1. og 2. varamaður.
Meira

Áskorun um margföld framlög til byggðamála

Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila fór fram 16. apríl sl. að Hraunsnefi í Borgarbyggð. Í upphafi fundar flutti gestur fundarins, Elfa Björk Sævarsdóttir frá Rauðabergi á Mýrum, stutt erindi um hugmynd sem hún er með og gengur út á að veita faglega aðstoð við uppsetningu á gæðakerfi í heimavinnslum. Elfa er matvælafræðingur að mennt og hefur unnið hjá Actavis síðustu 18 ár við gæðastjórnun.
Meira