A-Húnavatnssýsla

Smábæjarleikarnir haldnir um helgina

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka verða haldir næstkomandi helgi, dagana 18.-19. júní, en þetta knattspyrnumót er fyrir hressa krakka í 4., 5., 6., 7. og 8 flokki, bæði stelpur og strákar. Búist er við um 1.500-1.700 manns á Blönduós um helgina.
Meira

Spáð þokubökkum við ströndina

Norðlæg átt og 3-10 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður skýjað með köflum og þokubakkar við ströndina. Hiti 7 til 15 stig, svalast á annesjum.
Meira

Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún. formlega opnuð

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur – Húnavatnssýslu var verið opnuð í húsnæði Héraðsbókasafns Austur-Húnavatnssýslu að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi í gær, að viðstöddum fulltrúum sveitarfélaganna sem að henni standa og öðrum gestum.
Meira

Prjónagleði hefst í dag

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar standa fyrir hátíðinni Prjónagleði sem hefst á Blönduósi í dag. Þegar blaðamaður Feykis átti leið um Blönduós í gær var búið að skreyta ljósastaura með prjónagraffi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Meira

Ók á handrið á Blöndubrú

Blöndubrú skemmdist í fyrrakvöld er ökutæki ók utan í handrið á gangstéttinni norðanmegin á brúnni og braut gler í handriðinu á 10-15 metra kafla. Þetta er annað óhappið við brúnna á 6 mánuðum. Húni.is greinir frá.
Meira

Ráslistar fyrir úrtökumótið um helgina

Það ríkir mikil spenna vegna úrtökumóts fyrir komandi Landsmót hestamanna á Hólum enda óðum að styttast í það. Eins og fram kom í viðtali við Lárus Á. Hannesson, framkvæmdastjóra LH, í nýjasta tölublaði Feyki, gengur undirbúningur vel og búist er við feikna sterku og skemmtilegu móti.
Meira

Muna ekki aðra eins byrjun i Blöndu

Alls komu 50 laxar á land á fyrsta veiðidegi ársins í Blöndu og muna menn ekki aðra eins byrjun í ánni, að því er segir í frétt á vefnum Húnahornið. Fjörið hófst strax upp úr klukkan sjö á sunnudagsmorguninn og var fyrsti laxinn kominn á land 10 mínútur yfir sjö. morgun en fyrsti laxinn kom á land tíu mínútur yfir sjö.
Meira

Húnavöku dreift inn á hvert heimili

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur árlega staðið að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. „Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af,“ segir í tilkynningu frá USAH á vefnum Húnahornið.
Meira

Svar Íslandspósts vegna ályktunar aðalfundar LK um póstþjónustu

Eins og Feyki hefur ítrekað fjallað um var póstdreifingardögum fækkað í dreifbýli 1. apríl sl. Sveitarfélög, fyrirtæki og ýmis hagsmunasamtök hafa sent frá sér ályktanir vegna þessa. Meðal annarra aðalfundur Landssambands kúabænda 2016, sem samþykkti svofellda ályktun um póstþjónustu, sem send var til Íslandspósts:
Meira

Heldur minna sólfar og ekki verulegur lofthiti

Þriðjudaginn 7. júní 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í blíðskaparveðri, sólskini og 15 stiga hita, en í síðustu spá veðurklúbbsins hafði einmitt verið gert ráð fyrir góðu veðri þennan dag.
Meira