A-Húnavatnssýsla

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu var ekin um helgina

Fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý var ekin í blíðskaparveðri á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní en keppnin var haldin af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Mikil spenna var í loftinu strax í upphafi, fjórtán áhafnir voru skráðar til leiks og ljóst var að barist yrði um verðlaunasæti.
Meira

Kappróður frá einstöku sjónarhorni

Sjó­mannadag­ur­inn var hald­inn hátíðleg­ur um allt land um helgina. Á Skagaströnd fóru hátíðarhöldin fram í blíðskaparveðri á laugardaginn og venju samkvæmt var það Björgunarsveitin Strönd sem hafði veg og vanda af dagskránni. Þar náði Róbert Daníel Jónsson einstöku myndskeiði af kappróðri sem fór fram við höfnina með notkun flygildis.
Meira

Prjónagleði á Blönduósi dagana 10. - 12. júní

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar munu standa fyrir hátíðinni ,,Prjónagleði” helgina 10. - 12. júní 2016 í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Prjónagleði hefur það að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk frá Íslandi sem og erlendis frá til að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands. Laugardaginn 25. júní 2016 í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra verður sem hér segir:
Meira

Af hverju Píratar?

Kosningarnar í haust munu í raun snúast um tvær lykilspurningar. Þær eru: 1. Af hverju ættu kjósendur að kjósa það sama og síðast? Mörgum kjósendum finnst þeir eigi að gera það. Þeim bara finnst það og þeir gera það, alveg sama hvað er í boði. En það kostar og hefur kostað okkur sem þjóð. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur Ísland orðið að athlægi erlendis, einræðisleg afstaða og ákvörðun fyrrverandi utanríkisráðherra í málefnum Úkraínu hafði áhrif á atvinnu landverkafólks og kostaði atvinnurekendur milljarða.
Meira

Glæsilegt úrtökumót fyrir landsmót

Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista, Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk. Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.
Meira

Fyrirlestur um sögu lopapeysunnar

Á sunnudaginn kemur, 5. júní kl. 14:00 mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sem hún nefnir „Saga lopapeysunnar“.
Meira

„Samfélagið á Skagaströnd hefur reynst okkur vel“

Hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson eru búsett á Skagaströnd og segja að hvergi sé betra að vera. Hugrún er frá Blönduósi en Jón, eða Jonni eins og hann er oftast kallaður, innfæddur Skagstrendingur. Tónlistin er stór partur af lífi þeirra beggja og kynntust þau einmitt í gleðskap á vegum Tónlistarskólans þar sem þau kenndu bæði um tíma.
Meira

Nýir dagskrárliðir í bland við eldri á Húnavökuhátíð

Skipulagning Húnavökuhátíðarinnar 2016 er í fullum gangi en hátíðin mun fara fram dagana 15. - 17. júlí n.k. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði í ár eins og áður en þó að sjálfsögðu með nýjum dagskrárliðum í bland við eldri.
Meira

Bjóða upp á skemmtilega sumardagskrá

Sumardagskrá Héraðsbókasafns Austur-Húnavatnssýslu er hafin. Í tilkynningu frá bókasafninu kemur fram að í júní og júlí er ætlunin að gera sumarið enn skemmtilegra og bjóða upp á sumardagskrá á bókasafninu.
Meira