Nú mega krakkar undir 13 ára ekki nota rafmagnshlaupahjól
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.07.2024
kl. 13.59
Sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti í lok júní frumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Nýju reglurnar hafa þegar tekið gildi og er markmiðið að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta. „Skýrari lagarammi um rafmagnshlaupahjól er skref í áttina að því að aðlaga umferðarlögin að nýjum tímum, tímum þar sem vaxandi hluti fólks kýs aðrar lausnir en einkabílinn til að komast leiðar sinnar,” segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Meira