117 jólagjafir sendar frá Skagafirði.

Annað brettið af tveimur með jólagjafir úr Skagafirði.
Annað brettið af tveimur með jólagjafir úr Skagafirði.

Síðastliðin fjögur ár hefur Ladies Circle í Skagafirði tekið á móti jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í Skókassa, á vegum KFUM & KFUK í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í ár söfnuðust 117 gjafir, en síðustu ár hafa safnast milli 50 til 60 gjafir á ári í Skagafirði. Var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku þátt í ár.

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Íslensku gjöfunum er meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra foreldra í Úkraínu.

Við í Ladies Circle viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu í Skagafirði. Sérstakt hrós fá nemendur og starfsfólk Varmahlíðarskóla sem tóku þátt og söfnuðu 57 gjöfum, en við viljum hvetja skóla, leikskóla, vinnustaði, einstaklinga, vinahópa og fyrirtæki til þátttöku í verkefninu að ári og gleðja með því börn sem annars fá ekki jólagjafir.

Þakkir til Vörumiðlunar, Nýprent og Skagfirðingabúðar fyrir stuðninginn.

/Aðsent Ladies Circle

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir