Er Skagafjörður hluti af Ævintýralandinu Íslandi?
Í Skagafirði eru margvíslegir og miklir möguleikar í ferðamálum, við eigum söguna, menninguna, náttúruperlur um allan fjörð, útsýnið og margvíslega afþreyingu, hingað koma jú líka fjölmargir t.d. hafa á undanförnum árum komið milli 30 og 40 þúsund gestir í Glaumbæ. Mikið af þessum gestum stoppa stutt í firðinum og er Glaumbær oft eini áfangastaðurinn sem þetta fólk stoppar á í Skagafirði, þessu þurfum við að breyta.
Ég fletti fylgiblaði moggans nú um daginn sem heitir „Ævintýralandið Ísland, ferðalag um Ísland 2014“ þar var varla að finna stafkrók um Skagafjörð, ber þetta ekki vott um að við erum ekki að standa okkur í markaðssetningu. Við þurfum að fara í átak í markaðsetningu á Skagafirði með skipulegum og heildstæðum hætti og er í mínum huga augljóst að þar þarf sveitarfélagið að koma að málum.
Annað mál sem taka þarf til umfjöllunar er vörumerkið, hvert er vörumerki Skagafjarðar? Húsvíkingum tókst með markaðsetningu að gera Húsavík að hvalaskoðunar bæ og aka margir framhjá mörgum hvalaskoðunarstöðum til að fara til Húsavíkur. Við þurfum að koma okkur saman um vörumerki sem nota mætti í markaðssetningu Skagafjarðar.
Þróunin ferðamennsku er hröð og verður að bregðast skjótt við og grípa tækifærin sem eru til staðar áður en þau renna okkur úr greipum. Ferðamennska er atvinnugrein sem blómstrar á sumrin en leggst að hluta til í dvala á verturna þessu þurfum við að breyta. „Skagafjörður allt árið“ er slagorð sem við þurfum að gera að veruleika, enda eigum við til þess alla möguleika með skíðasvæði og margvíslega aðra afþreyingu en þar þarf að byggja upp innviði og má þar nefna að það vantar fleiri gistirými, vegur og aðstaða á skíðasvæði þarf að laga. Aðlaga þarf opnunartíma á afþreyingu að vetrarferðamennsku, og fleira má tína til en með samstilltu átaki er ég þess fullviss að við getum náð árangri á tiltölulega stuttum tíma.
Gunnsteinn Björnsson
2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.