Helga Kr. Sigmundsson í 5 sæti.
Ég hef þekkt Helga Kr. Sigmundsson mjög lengi og kynntumst við í gegn um íþrótta og félagsmálin sem eru okkur báðum mikið baráttumál. En það var ekki eingöngu þessi málefni sem við höfum rætt undanfarin ár, við höfum báðir mikinn áhuga á stjórnmálum og löngum hafa samtöl okkar farið frá íþróttum yfir í mál sem mestu skipta í þjóðfélaginu hverju sinni á síðustu árum. Helgi er mikill fjölskyldumaður, duglegur í starfi sínu sem læknir og betri félaga og vin er ekki hægt að hugsa sér.
Helgi hefur lengi sagt mér að það kæmi sá tími að hann vildi láta gott af sér leiða í stjórnmálum og ófá samtöl hafa farið í þetta sameiginlega áhugamál okkar, tíminn er kominn og hann er klár til verka. Helgi er mjög fjölfróður, skorinorður, ákveðinn og réttsýnn. Ég er ekki í neinum vafa með að hann eigi eftir að sýna það í verki um ókomna tíð.
Hann er ekki hræddur við að svara fyrir sig og er með mjög ákveðnar skoðanir á hvert við eigum að stefna í framtíðinni. Það er mér mikill heiður að skrifa meðmælabréf til handa honum og skora ég á ykkur að kjósa Helga Kr. Sigmundsson í 5 sæti D- listans í NV kjördæmi, það mun ég gera hiklaust.
Guðjón M. Þorsteinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.