Hin góðu gildi hafin til vegs á ný undir forystu Vinstri grænna

Hvorki heyrist hósti né stuna frá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, ekki einu sinni Samfylkingunni þótt einkavæðingarráðherra Sjálfstæðisflokksins, blóðugur upp að öxlum í niðurskurði, splundri skipan heilbrigðismála í landinu.
Ég tek undir með þeim  fjölmörgu sem krefjast þess að Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra verði látinn víkja þegar í stað. Þetta segir Jón Bjarnason á heimasíðu sinni í dag.

Jón Bjarnason er á ferð um Norðvesturkjördæmi í dag og heldur tvo fundi, í Höfðaborg Hofsósi klukkan 17 og Mælifelli Sauðárkróki kl. 20,30.
Vænta má þess að stórfelldur niðurskurður og skert þjónusta í heilbrigðiskerfinu brenni á fólki og Jón spyr:
Er ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að liðast í sundur?
Eru kosningar á næsta leiti?
Verður sjúkrahúsið og heilsugæslan á Sauðárkróki afhent fjárvana stofnun á Akureyri?
Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir
Vinstri græn Skagafirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir