Mikill viðsnúningur í rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2013 voru 3.902 milljónir hjá samstæðunni í heild, rekstrargjöld að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.199 milljónir.

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði, leiðréttingu lána, niðurfærslu eignarhluta og tekjuskatt er 703 milljónir. Rekstrarhagnaður samstæðunnar á árinu 2013 þegar búið er að taka tillit til einskiptis aðgerða svo sem leiðréttingu lána er 313,7 milljónir og rekstrarhagnaður A-hluta er um 11 milljónir.

Veltufé frá rekstri samstæðunnar er 529 milljónir á árinu 2013 og hefur aldrei verið hærra, fór hæst í 452 milljónir árið 2007.

Ný sveitarstjórnarlög

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga segir að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðunnar í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall 133% á árinu 2013 hjá samstæðunni þegar búið er að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum eins og heimilað er samkvæmt reglugerð. Séu lífeyrisskuldbindingar ekki dregnar frá er skuldahlutfallið 140% hjá samstæðunni og hefur það farið lækkandi á kjörtímabilinu.

Viðsnúningur sem þessi í rekstri gerist ekki af sjálfu sér. Aga, festu og samstöðu þarf til. Ég þakka starfsfólki sveitarfélagsins sem og sveitarstjórnarfulltrúum fyrir samstillt átak sem leitt hefur til þessarar jákvæðu niðurstöðu.

Bjarki Tryggvason, skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Skagafirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir