Ófrjálsar handfæraveiðar

Í morgun bárust þær ömurlegu fréttir til hundruða fjölskyldna að stjórnvöld hefðu ákveðið að slá af handfæraveiðar á svæði A frá og með morgundeginum 10. maí. Flestu fólki er það algjörlega hulin ráðgáta hvað rekur stjórnvöld til slíkra óþrifaverka og skepnuskapar gagnvart saklausu fólki sem ekkert hefur unnið sér til sakar.

Stjórnarflokkarnir lofuðu frjálsum handfæraveiðum fyrir síðustu kosningar og stálu þar með einu stærsta stefnumáli Frjálslyndaflokksins og gerðu að sínu.

Það er ótrúleg mannvonska sem stjórnvöld sýna af sér með þessari framkomu.

Nær hefði verið að banna allar handfæraveiðar heldur en að narra fólk og blekkja til strandveiða með þessum hætti.

Það er ljóst að flestir þeir sem létu blekkjast munu hljóta mikin fjárhagslegan og andlegan skaða af ófrjálsum strandveiðum.

Tálknafirði 9. maí 2011.

Níels A. Ársælsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir