Opið bréf frá Samtökum vistheimilabarna

Jón Magnússon, formaður Samtaka vistheimilabarna, hefur ritað opið bréf til Eyglóar Harðardóttur, þingmanns.Þar var eindregið lagst gegn vistheimilinu í Breiðavík með rökum sem bréfritari telur "eiga í dag einnig við um staðsetninguna að Háholti í Skagafirði," eins og segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni er hér að neðan:

Ágæti ráðherra. Vegna umræðu um byggingu meðferðarheimilis að Háholti í Skagafirði, langar mig að biðja þig, ágæti ráðherra, að lesa skýrslu Vistheimilanefndar. Sjá meðfylgjandi slóð: http://www.tengilidur.is/media/eplica-uppsetning/afangaskyrsla-vistheimilanefndar-3.pdf

Eins og fram kemur í þeirri skýrslu, sem er mjög ítarleg, var eindregið lagst gegn staðsetningunni á vistheimilinu í Breiðavík með rökum sem eiga í dag einnig við um staðsetninguna að Háholti í Skagafirði.

Þetta hefur ekkert með það ágæta fólk að gera sem byggir þennan fallaga stað sem Skagafjörður er, heldur eru það hagsmunir og öll sérfræðiþjónusta við börnin sem vega þyngst. Eins og fram hefur komið að undanförnu er sú þjónusta sterkust í Reykjavík.

Staðsetning vistheimilisins í Breiðavík, sínum tíma, var illa ígrunduð pólitísk ákvörðun sem síðar kom í ljós að var kolröng og eru meðferðin og afleiðingarnar því til sönnunar.

Samtök vistheimilabarna (SVB) mótmæla því að sagan verði látin endurtaka sig með stofnun / endurreisn á meðferðarheimilinu að Háholti í Skagafirði.

Fyrirbyggja þarf með öllum tiltækum ráðum að börn verði aftur þolendur á borð við Breiðavíkurdrengi. þ.e. að þau verði  fyrir barðinu á illa ígrundaðri pólístískri ákvörðun líkt og gert var varðandi vistheimilið í Breiðavík 1952, en sú staðsetning líkt og nú kom í veg fyrir að starfsfólk með sérþekkingingu á þeim sviðum sem þessi börn og unglingar þurfa á að halda, fengist til starfa við heimilið. Nauðsynlegt er að ein af þeim nærþjónustum sem þarf að vera til staðar er lögreglan.

Enn í dag er fjöldi fólks sem á um sárt að binda sem afleiðing vegna mistaka sem röng pólítísk bitlingaákvörðun um vistun  barna á algerlega kolröngum stöðum var, þar sem allar meðferðir voru alrangar og ótrúleg harka og kunnáttuleysi þess ófaglærðu starfsfólks sem fékkst til starfa á þessum fjarlægu stöðum. Öll umræða og framkvæmd Sanngirnisbótaferilsins ber greinilega merki um öll þau djúpu sár bæði á líkama og sál sem afleiðing af rangri staðsetningu  vistunarheimils olli.

Það er einlæg ósk Samtaka vistheimilabarna að í þessu sambandi verði hlustað á þau rök sem þau bera fyrir brjósti af einlægni varðandi velferð barna og unglinga þessa lands, með því að falla frá stofnun/endurreisn vistheimilisins að Háholti í Skagafirði og ræði við Barnaverndarstofu um faglega rétta leið til úrlausna.

Sent 30.10.2014, f.h. Stjórnar Samtaka vistheimilabarna SVB

Jón Magnússon - Formaður SVB  s: 8666386   jonmagg@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir