Prófkjör hjá Samfylkingunni

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, skrifar.

Prófkjör  Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar nú í vor hefst n.k.föstudag 6. mars og líkur sunnudaginn 8. mars.  Að þessu sinni verður farin sú leið að hafa prófkjörið rafrænt.  Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi sem eru kjörgengir í kjördæminu. 

 

 

 

 

Guðbjartur Hannesson, alþingismaður frá Akranesi bíður sig  á ný fram í 1 sætið og þar með að vera leiðandi fyrir listann í kjördæminu og er það fagnaðarefni.  Ég  vil hvetja Samfylkingarfólk til að taka þátt í prófkjörinu og býð  nýja félaga velkomna í góðan félagsskap, ásamt því að lýsa því yfir  að ég styð Guðbjart áfram í 1.sætið.  Ég hef í störfum mínum fyrir sveitarstjórn Skagafjarðar átt þess kost að vinna með Guðbjarti að framfaramálum hvort heldur sem þau snúa að málefnum Skagafjarðar eða fyrir kjördæmið í heild sinni, hefur það samstarf verið farsælt enda er  þar á ferð maður sem setur sig vel inn í samfélagsgerð hvers svæðis, leitar eftir samráði og hlustar eftir skoðunum heimamanna og er fljótur að átta sig á aðstæðum.   Önnur ástæða þess að ég styð Guðbjart er sú að hans áherslumál liggja vel að  mínum en þau snúa að velferð fjölskyldunnar, stöðu barna, unglinga, aldraðra og fatlaðra ásamt því að hafa menntamál í öndvegi ásamt málefnum sveitarfélaga og stöðu þeirra gagnvart ríkinu.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Skagafirði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir