Takk fyrir stuðninginn

Kæru sveitungar. Ég vil þakka kærlega fyrir stuðninginn í Alþingiskosningum sem í hönd fóru laugardaginn 28. október. Þó svo að ég hafi ekki náð markmiði mínu og hlotið endurkjör á þingið er ég hrærð og þakklát fyrir þau 1.169 atkvæði sem greidd voru til okkar. Í störfum mínum á Alþingi hef ég sett á oddinn málefni sem ég tel mjög mikilvægt að allir flokkar á þingi starfi að í sameiningu.

Þau málefni eru gegnsæi í stjórnsýslunni, breytt vinnubrögð og efling beins lýðræðis. Þegar ég hóf þátttöku í stjórnmálum voru ekki margir flokkar sem börðust fyrir þessum málefnum en nú hafa þau fest sig í sessi í samfélaginu og allir stjórnmálaflokkar virðast vera meðvitaðir um mikilvægi þeirra. Það gleður mig svo sannarlega og ég er stolt af því að hafa hjálpað til við að sá þeim fræjum í stjórnsýsluna.

Ég kveð því Alþingi jákvæð og með von í hjarta um að allir stjórnmálaflokkar á þingi muni nú vinna að auknu trausti á stjórnsýslu landsins.

Takk fyrir mig.

Eva Pandora Baldursdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir