Tryggjum Bjarna sæti á Alþingi

Í komandi alþingiskosningum verður m.a. kosið um framtíð hinna dreifðu byggða, vöxt og viðgang þeirra. Bjarni Jónsson er ötull  talsmaður landsbyggðarinnar og einn reyndasti sveitastjórnarmaður á Norðurlandi vestra, sem er dýrmæt reynsla fyrir alþingismann. Bjarni mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum dreifbýlisins, nái hann kjöri, enda mun ekki af veita.

Nú benda skoðanakannanir til þess að enginn Skagfirðingur muni ná kjöri til Alþingis. Með dyggum stuðningi við VG eru þó yfirgnæfandi líkur á að Bjarni nái þingsæti. Í síðustu kosningum vantaði aðeins örfá atkvæði upp á að hann kæmist inn.  Setjum X við V og tryggjum kjör Bjarna Jónssonar. Hann mun hér eftir sem hingað til hafa að leiðarljósi hagsmuni hinna dreifðu byggða. Oft var þörf en nú er nauðsyn. X-V á kjördag.

Björg Baldursdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir