Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda

Lands­virkj­un hef­ur nú ákveðið og skráð að öll raf­orka sem fyr­ir­tækið sel­ur hér á landi sé nú fram­leidd með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ef smá­sal­ar, sem selja raf­magn til al­menn­ings, vilja grænt raf­magn þurfa þeir að borga fyr­ir vott­un eða bjóða not­end­um sín­um að gera það. Not­andi sem kaup­ir grænt raf­magn, fram­leitt á Íslandi, þarf því sam­kvæmt þessu að greiða sér­stak­lega fyr­ir það. Sam­kvæmt frétt­um er hér um 15% hækk­un á grænni raf­orku að ræða. Orku sem er og hef­ur alltaf verið GRÆN!

All­ir vita að Ísland fram­leiðir enga raf­orku með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ísland fram­leiddi 19,1 tWh af grænni raf­orku 2020; vatns­orku (69%) og jarðhita (31%).
Afar mik­il­vægt er að þekkja upp­runa þeirra vara sem við kaup­um. Skipt­ir þá engu hvort var­an er full­kom­lega skipt­an­leg eins og raf­orkan eða ekki. Það væru t.d. full­kom­in vöru­svik að selja upp­runa­ábyrgð á ís­lensk­um þorski og setja hann á þorsk ann­ars lands. Það sama gild­ir um raf­orku frá Íslandi. Græna ork­an okk­ar hætt­ir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upp­runa­ábyrgð. Það er ekki flókn­ara en það. Ísland er ekki tengt raf­orku­kerfi Evr­ópu og eng­in kjarn­orku- og kola­fram­leidd raf­orka er til sölu í ís­lenska dreifi­kerf­inu. Ósk­hyggja Lands­virkj­un­ar um annað breyt­ir engu um þá staðreynd.
Það er grát­legt að horfa upp á það hvernig hin hreina og græna ásýnd okk­ar er máluð í kol­svört­um meng­andi lit­um.

Sala upp­runa­ábyrgða til ESB sýn­ir á papp­írn­um að 87% raf­orku á Íslandi sé fram­leidd með 57% jarðefna­eldsneyt­is og 30% kjarn­orku. Væg­ast sagt öm­ur­legt er að horfa upp á þessa föls­un á raun­veru­leik­an­um. Á papp­írn­um fyr­ir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 millj­ón­ir tonna af kol­díoxíði og 20.660 tonn af geisla­virk­um kjarn­orku­úr­gangi vegna sölu upp­runa­ábyrgða. Fyr­ir­tæki ESB skreyta sig með hreinni raf­orku Íslands og kola- og kjarn­orku­meng­un­in skrif­ast á okk­ur.

Sýnd­ar­mennska rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar ríður ekki við einteym­ing. Rík­is­stjórn­in ætl­ar sér – sé eitt­hvað að marka stjórn­arsátt­mála henn­ar – að Ísland verði í for­ystu í orku­skipt­um á alþjóðavísu. Er sú for­ysta fólg­in í því að heim­ili lands­ins séu sögð nota raf­orku fram­leidda úr kjarn­orku og kol­um?

Í lög­gjöf ESB eru regl­ur sem segja til um sönn­un á upp­runa vöru. Ætlum við að láta bjóða okk­ur það að heim­il­in okk­ar séu stimpluð á alþjóðavísu sem um­hverf­is­sóðar sem kaupi raf­orku fram­leidda með kjarn­orku og kol­um nema við greiðum hærra verð fyr­ir?

Við eig­um að krefjast upp­lýs­inga um upp­runa þeirr­ar raf­orku sem okk­ur er seld. Hvar verður sú raf­orka til á Íslandi sem fram­leidd er úr kol­um eða með kjarn­orku? Við vilj­um fá svar við því.

__________________

Eyjólfur Ármannsson
Höf­und­ur er þingmaður Flokks fólks­ins í Norðvesturkjördæmi og formaður Ork­unn­ar okk­ar.
eyjolfur.armannsson@althingi.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir