Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur

KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköpunar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru.

Hólmfríður mun verða fyrirtækinu innan handar á næstunni í þeim breytingum sem fram undan eru. Hólmfríður hefur starfað við rannsóknir og þróun hjá fyrirtækjunum um nokkurra ára skeið og eru starflokin nú í góðri sátt aðila og í takt við það sem þekkist hjá fyrirtækinu.
Hólmfríður Sveinsdóttir þakkar samstarfsfólki og fyrirtækinu samstarfið á liðnum árum. KS færir Hólmfríði þakkir fyrir störf sín fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Sigurjón Rafnsson
Hólmfríður Sveinsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir