Dreifarinn í sumarfrí

Dreifarinn hefur ákveðið að taka sér sumarfrí í nokkrar vikur og mætir ferskur á svæðið aftur eftir það.

Ekki hefur verið ákveðið hvað Dreifarinn hyggst gera í sumarfríi sínu. Þó er mikill áhugi á því að heimsækja draugahúsið í Hrútafirði, reðursafnið á Húsavík, síga í Látrabjarg og taka þátt í ótemjureið svo fátt eitt sé nefnt. Það er allavega margt hægt að gera fyrir lítinn pening.

Þá má fá hjólabáta leigða í Nauthólsvík til að sigla í kring um landið, skreppa í hinn bráðfallega dal Bárðardal, taka Drangeyjarsund á hundasundi og skoða fljúgandi hænur í Húnaþingi.

Dreifarinn óskar lesendum sínum gleðilegs sumarfrís og minnir fólk á að spenna beltin, nota reiðhjólahjálma og aka á skikkanlegum hraða, jafnvel allt í senn! Og ekki vera með háreysti fyrir framan húsið hjá Fríðu frænku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir