Flytur inn skotheld vesti fyrir rjúpnaveiðimenn

Gunnlaugur Scheving á Sauðárkróki hefur hafið innflutning á skotheldum vestum, sem hann ætlar að selja rjúpnaveiðimönnum nú þegar hið stutta og snarpa veiðitímabil þeirra hefst.

"Það liggur í augum uppi að hólar og heiðar verða eins og vígvöllur þegar allir rjúpnaveiðimenn landsins, örugglega mörg þúsund manns, hefja skothríðina á þessar fáu rjúpur sem tóra ennþá," sagði Gunnlaugur við Dreifarann. Hann pantaði til landsins um 4000 skotheld vesti og selur þær í gegn um vefsíðu sína skotheldvesti.is. "Það er því aldrei of varlega farið í þessum efnum þegar tíminn til að skjóta rjúpuna er svona knappur og allir skotveiðimenn meira og minna á ferðinni á þessum tíma. Þá geta nú slysaskotin komið maður", segir Gunnlaugur og bendir á að hann flytji einnig inn skjannahvíta felugalla, sem eigi tryggja ósýnileika skotveiðimanna uppi í snjónum og því minnki líkurnar á því að þeir verði fyrir slysaskotum að hans sögn!

En er ekki Gunnlaugur bara að reyna að græða peninga á þessu ástandi í rjúpnaskotveiðinni? "Ja það verða allir að reyna að lifa af í þessu landi, ekki er Steingrímur að hjálpa mér alla vega," sagði Gunnlaugur sem þarf að greiða háa tolla, jafnvel hærri en af innfluttum landbúnaðarvörum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir