Gemsi kaupir ekki notaða síma

Guðmundur Sigurður Mikaelsson hitti Dreifarann á förnum vegi á dögunum. Vel lá að venju á Gemsa og sagðist hann ánægður með gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Já og sérstaklega er ég ánægður með að þeir hafi tapað þessum leik gegn Króötum, ég held að ég hefði aldrei lifað af ruglið í þjóðinni ef strákarnir hefðu tryggt sér þennan farseðil á HM í Brasilíu,“ sagði kappinn kampakátur.

„Svo skal ég nú segja þér það að það hringdi í mig kunningi minn um daginn og bauð mér símann sinn til sölu. Hann sagðist ætla að kaupa sér nýjan síma og vildi gjarnan losna við þann gamla. Ég afþakkaði nú bara pent.

Var þetta ekki fínn sími? -Jú örugglega, en ég kaupi ekki notaða síma, maður veit aldrei hvaða sóðaskap menn hafa látið út úr sér í símann.

En það situr nú varla eftir í símanum það sem hefur verið sagt í hann? -Kannski ekki en ég ætla ekki að taka neina áhættu. Ég kaupi mér nýjan ónotaðan síma ef mér dettur það í hug en ekki eitthvað gamalt dót.

Jú, það er auðvitað punktur hjá þér. -Jájá, ég veit mínu viti. Annars skil ég svosem ekkert í því hvað fólk er endalaust að vilja með þessa síma alltaf hreint. Maður er hvergi í friði fyrir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir