Gróft eða fínt

Helgi Magnús Magnússon (72) var árum saman matráðsmaður hjá Vegagerðinni en hefur síðustu árin tekið í kokkastörf á vegasjoppum og jafnvel í hestaferðum um hálendi Íslands. Hann hefur ekki verið mikill áhugamaður um hollustufæði enda þykir honum vænt um feitina. Dreifarinn hitti Helga M&M á dögunum og tók hann tali.

Hvernig gengur Helgi, er nóg að gera? -Jájá, það er alltaf eitthvað að líta í. Maður mjatlar þetta áfram. En það er ekki alltaf sælan hjá manni. Og svo er það pólítíkin maður og þessi málefni líðandi stundar sem geta stundum alveg ruglað mann í ríminu.

Nú, er eitthvað sem hvílir þungt á þér þessa dagana? -Ég veit það ekki, veit ekki hvort maður á að vera að tala um þetta.

Jú blessaður vertu. -Jæja þá. Ég var að pæla í þessu með hérna... ja, þú veist hvernig er alltaf talað um gróft brauð, já allt svona gróft fæði, það eigi hérna að vera hollara en þetta fína. Þú hefur heyrt þetta? En svo eru allir að tala um banna grófa klámið!? En ætti það ekki samkvæmt öllu að vera hollara en fína klámið? Hvað finnst þér?

Nei Helgi, þarna ertu að blanda saman ólíkum hlutum, heldurðu það ekki? -Jú kannski, en mér finnst þetta pínu skrítið allt saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir