Haraldur mætti í sparifötunum
Enn hefur Dreifaranum borist mynd af Haraldi og enn er hann eitthvað að misskilja hlutina. Enda getur lífið stundum verið flókið og karlar ekki alltaf klókir að lesa konurnar sínar.
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Fleiri fréttir
-
Rabb-a-babb 241: Atli Gunnar
Blaðamaður fékk hinn stórskemmtilega mág sinn, Atla Gunnar Arnórsson, í Rabb við sig. Einhverjir vita hver þessi geðþekki maður er en í fjölskyldunni er hann kallaður verkfræðingurinn í eldhúsinu, því vissulega er hann verkfræðingur sem vinnur hjá Stoð ehf. en einnig úrvalskokkur. Svo gegnir hann líka því merkilega hlutverki að vera formaður Karlakórsins Heimis.Meira -
„Heppin að erfa það frá mömmu að vera handfljót“
Örverpið frá Keldudal í Skagafirði þarf nú varla að kynna fyrir lesendum Feykis. Við kynnum hana nú samt, hún heitir Álfhildur Leifsdóttir og á börnin Halldóru, Sindra og Hreindísi Kötlu og að auki hund og ketti svona til að næra áfram sveitastelpuna sem var svo heppin að rata aftur heim í Skagafjörðinn eftir nám í borginni og býr nú á Sauðárkróki. Álfhildur starfar sem kennari við Árskóla og hefur fengið að prófa sig áfram þar með bæði tækni í kennslu og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Í framhaldi af því hefur hún fengið að endurmennta aðra kennara bæði víða um land og erlendis sem hún segir virkilega skemmtilegt. Álfhildur situr einnig í sveitarstjórn og byggðarráði Skagafjarðar ásamt nokkrum öðrum nefndum. En á milli þessara verkefna, sem hún segist svo lánsöm að fá að sinna, grípur hún gjarnan í prjónana og það er prjónakonan Álfhildur sem Feykir hafði samband við og forvitnaðist um hvað hún væri með á prjónunum.Meira -
Gönguferð í garðinum II
Tindastólsmenn skelltu sér í Skógarselið í Breiðholti í gær þar sem Njarðvíkurbanarnir í ÍR biðu þeirra. Það er stutt á milli leikja hjá Stólunum sem þurfa að ströggla við að djöggla á tveimur vígstöðvum; í Bónus deildinni og Evrópudeildinni. Ekki virtist það vera að trufla okkar menn sem voru eins og nýopnuð ísköld Pepsi Max-dós, sprúðlandi fjögurgir og fullir af ómótstæðilegu gosi og ferskleika. Lokatölur voru 67-113 og næst skjótast strákarnir til Tékklands.Meira -
Hefur hannað föt frá 14 ára aldri
Á Sauðárkróki býr ungur fatahönnuður að nafni Jörundur Örvar Árnason sem hefur verið að hanna föt síðan 2020 þá aðeins 14 ára gamall. Hann hannar undir merkinu Undur.Meira -
Ekki bjartsýn en vongóð
Davíð Logi Jónsson er fæddur og uppalinn Blöndhlíðingur, sonur hjónanna í Réttarholti, Auðar og Jóns. Davíð er í dag bóndi á Egg í Hegranesi og giftur Emblu Dóru Björnsdóttur. Saman eiga þau dæturnar Auði Fanneyju sem er í 5. bekk í Árskóla og Guðrúnu Heklu sem er í 2. bekk. Davíð og Embla eru með um 60 mjólkandi kýr, nokkur hross og 40ha skóg. Að auki er Embla í hlutastarfi í Farskólanum á Sauðárkróki. Fyrst liggur beinast við að spyrja hvernig gengur í sveitinni.Meira