Írena gengur á land

Sveinn Herbjörnsson eiginmaður Írenu Sveinbjörnsdóttur, sem eru bændur á fremri  Sólvöllum i Hvammey kveðst orðinn all þreyttur á landgöngu Írenu konu sinnar.

Hann kom að máli við blaðamann Dreifarans og bað um aðstoð. Hún kemur og fer, hefur í hótunum og byrstir sig frekar mikið og fer svo. En svo kemur hún alltaf aftur og ég er ráðalaus sem stendur. Hún hreinlega gengur á land án aðvörunnar og þá byrjar vesenið enn á ný. Öll eyjan stendur á öndinni yfir þessu framferði hennar og dýrin á bænum verða óróleg  þetta  kemur niður á þyngd dilkanna. Hvassviðri fylgir þessu venjulega  og hafa allir íbúar  af og til þurft að yfirgefa eyjuna  vegna afleiðinga landgöngu Írenu.

Dreifarinn hefur verið beðinn um að miðla málum og mun hann gera það sem hann getur til að reka Írenu út á Atlandshaf, einna helst milli Íslands og Bretlands!

Síðustu fréttir eru þær að Írena hafi ekki aðeins gengið á land, heldur hafi hún gengið niður líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir