Jólalög á léttu nótunum

Ónefndur sönghópur á Norðurlandi var talsvert gagnrýndur í desember fyrir tónleikahald sitt eða öllu heldur lagaval. Kom hópurinn fram í stórmörkuðum og söng fyrir sjúklinga og eldri borgara og samanstóð dagskráin einungis af léttum lögum sbr. Adam átti syni sjö, Nú skal segja og Göngum við í kringum.

Að sögn Guðmundar Húnfjörð Íslandi kórstjóra barst kórnum fyrirspurn frá sveitarfélaginu þess efnis hvort kórinn gæti ekki haft dagskrána á léttari nótum en undanfarin ár. –Nú, þetta voru nú þau lög sem eru svona með léttustu nóturnar sem við fundum. Allir áttu að geta sungið með. Ég skil ekki þessa gagnrýni.

Þegar Dreifarinn leitaði útskýringa hjá sveitarfélaginu varð fátt um svör en sviðsstjóri menningar- og kórmála var þó nokkuð viss um að hér hafi stjórnendur kórsins misskilið eitthvað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir