Sendur í launalaust leyfi vegna kvartana

Maður á sextugsaldri hafði samband við Dreifarann og hafði einkennilega sögu að segja. Hann vinnur í opinbera geiranum, innvinklaður í málaflokka tengda kynferðislegri áreitni, en er sem stendur í launalausu leyfi eftir að fjöldi kvartana hafði borist vegna ætlaðs dónaskapar hans við þá sem leituðu til hans með sín vandamál.

Þú ert í slæmum málum segirðu? -Það lítur út fyrir það, ja, ég skil þetta nú ekki, ég er nú ekki búinn að vinna þarna í þessum málum, á skrifstofunni, sko, ja, nema kannski í tvær vikur, maximum.

Og yfir hverju er kvartað? -Dónaskap... er mér sagt. Þetta er bara svo fáránlegt, samtölin eru aldrei það löng, eiginlega bara mjög stutt. Og ég er bara mjög mjög, kurteis held ég. En þetta eru orðnar næstum 50 kvartanir þannig að þetta er mjög mjög, ja eiginlega bara mjög alvarlegt. Nú er ég naturlich þýskur, en ég tala bara mjög fína íslensku er mér sagt... kannski er fólkinu bara eitthvað illa við útlendinga, ég veit ekki.

Hvers konar mál eru þetta helst sem lenda á þínu borði? -Ja, þetta má ég auðvitað ekki tala um opinberlega, en kannski, jaaa, þetta tengist mikið kynferðislegri áreitni og svo naturlich svona hefðbundnari málum. Þannig að fólkið er kannski að hringja til mín í uppnámi, ja? Kannski ekki í jafnvægi skilurðu.

Og hvernig gengur svona samtal fyrir sig? -Ég reyni naturlich að komast að kjarna málsins, skrái niður hvað er að hjá fólki, hverju það er að kvarta yfir... en oft endast samtölin ekki nógu lengi... nei, ég skil þetta bara ekki.

Já, þetta er skrítið, hvernig svararðu eiginlega í símann? -Nú ég byrja bara alltaf, alltaf, á að segja nafnið mitt.

Bíddu, og þú heitir? -Ég? Ja, ég heiti nú bara Berthold.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir