Villtum ferðamönnum fjölgar

Það hefur færst mikið í aukana að hér á landi finnist villtir ferðamenn. Hafa þeir skotið upp kollinum í flestum landsfjórðungum, hafa mest haldið sig á fjöllum og uppi á hálendinu, en þó hefur einn og einn fundist á láglendi.

Vísbendingar eru uppi um að þessum villtu ferðamönnum fari fjölgandi og að þeir hafi jafnvel vetursetu hér á Íslandi. Er talið að þeir berist flugleiðis eða jafnvel sjóleiðina til landsins.

Rannsóknir á veru villtra ferðamanna og búsetuháttum eru nýhafnar hjá Náttúruverndarstofnun og hefur fjárframlagi verið veitt til rannsóknarinnar af fjáraukalögum ríkisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir