Meðal þeirra námskeiða sem hafa verið í gangi hjá Farskólanum undanfarið er Fagnámskeið fyrir starfsfólk Heilsugæslu og Félagsþjónustu. Nú þegar hafa nemendur lokið námskeiðum í samskiptum/sjálfsstyrkingu, skyndihjálp, siðfræði, vinnuumhverfi og framundan eru stutt námskeið í sýkingavörnum, mataræði/tölvum og vinnustellingum.
Fyrir utan að stunda fulla vinnu eru nokkrar af stelpunum einnig í fjarnámi, allt gert til að ná sér í einingar til að geta hafið sjúkra- eða félagsliðanám.
Karl Lúðvíksson var með námskeið í skyndihjálp og eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var ekki slegið af við að gera aðstæður sem raunverulegastar.
Önnur námskeið sem eru í gangi núna eru íslensku- og enskunámskeið á Sauðárkróki og Hvammstanga, Grunnmenntaskólinn á Hofsósi, tölvunámskeið á Siglufirði að ógleymdum fjölmennum námskeiðum í Eflum byggð bæði á Blönduósi og Skagaströnd. Lokið er námskeiðum í stafrænni ljósmyndun og framundan eru námskeið í Photoshop og Töflureikni.
Nánari upplýsingar um Farskólann má finna HÉR